Á fyrstu níu mánuðum ársins nam álagning veiðigjalda 7.885 milljónum króna sem er svipuð upphæð og innheimt var allt árið 2022 þegar álagningin nam 7.889 milljónum króna og örlítið lægri en allt árið 2021 þegar innheimtar voru 7.910 milljónir króna.
Samkvæmt tölum Fiskistofu bendir því flest til að útgerðir greiði töluvert meira í veiðigjöld á þessu ári en síðustu ár.
Alls hafa 921 útgerð greitt veiðigjald á árinu og hafa þær fimm útgerðir sem greitt hafa mestu veiðigjöldin afhent ríkissjóði 3.391 miljón króna, en það er tæplega 43% veiðigjalda sem innheimt eru fyrstu níu mánuði ársins.
Þar af hefur Brim hf. greitt mestu veiðigjöldin eða 919 milljónir króna. Á eftir fylgir Síldarvinnslan hf. með 747 milljónir, svo Ísfélagið hf. með 696 milljónir og svo Samherji Ísland ehf. með 599 milljónir króna. Vinnslustöðin hf. hefur greitt fimmtu mestu veiðigjöldin og nema þau 431 milljón króna.
Þær tíu útgerðir sem greiða mestu veiðigjöldin á þessu tímabili hafa greitt um 62% innheimtra veiðigjalda eða 4.871 milljón, en þær tuttugu útgerðir sem greitt hafa mest hafa samanlagt greitt 6.183 milljónir króna sem er um 78% innheimtra gjalda.
Athygli vekur að 802 útgerðir greiða minna en milljón króna og 702 minna en 300 þúsund. Líklega skýring þessa mikla fjölda sem greiða lítil veiðigjöld eru strandveiðar sumarsins en óvenju margir bátar tóku þátt og voru útgefin leyfi 763 þó veiðitímabilinu hafi lokið óvenju snemma, 12. júlí.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.11.24 | 602,29 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.11.24 | 505,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.11.24 | 438,35 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.11.24 | 413,82 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.11.24 | 360,88 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.11.24 | 291,83 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.11.24 | 409,81 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
18.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 396 kg |
Sandkoli | 82 kg |
Samtals | 478 kg |
18.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 248 kg |
Samtals | 248 kg |
18.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.224 kg |
Þorskur | 973 kg |
Samtals | 2.197 kg |
18.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 267 kg |
Þorskur | 230 kg |
Ufsi | 22 kg |
Keila | 11 kg |
Langa | 8 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 542 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.11.24 | 602,29 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.11.24 | 505,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.11.24 | 438,35 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.11.24 | 413,82 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.11.24 | 360,88 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.11.24 | 291,83 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.11.24 | 409,81 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
18.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 396 kg |
Sandkoli | 82 kg |
Samtals | 478 kg |
18.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 248 kg |
Samtals | 248 kg |
18.11.24 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 1.224 kg |
Þorskur | 973 kg |
Samtals | 2.197 kg |
18.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Ýsa | 267 kg |
Þorskur | 230 kg |
Ufsi | 22 kg |
Keila | 11 kg |
Langa | 8 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 542 kg |