Margrét EA, skip Samherja, landaði 1.300 tonnum af íslenskri sumargotssíld í Neskaupstað í gær og kom Beitir NK þangað rétt fyrir klukkan þrjú síðdegis í dag með þúsund tonn.
„Þessi túr gekk býsna vel. Við fengum aflann, um 1000 tonn, í þremur holum um 70 mílur suðvestur af Malarrifi. Þetta er sama góða síldin og verið hefur og þetta er síðasti síldartúr hjá okkur í bili,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
Fram kemur að síldarkvóti skipa Síldarvinnslunnar sé langt kominn og að gert sé ráð fyrir að hlé verði gert á veiðum fram í desember. Samkvæmt skráningu Fiskistofu hafa íslensku uppsjávarskipin landað 61.644 tonnum af íslenskri sumargotssíld af 93 þúsund tonna síldarkvóta sem úthlutaður var.
Vel gengur að vinna íslensku sumargotssíldina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, að sögn Geirs Sigurpáls Hlöðverssonar rekstrarstjóra. Nú er mest verið að heilfrysta og framleiða samflök.
Í færslunni á vef útgerðarinnar segir hann: „„Síldin er hið besta hráefni í alla staði. Þessi framleiðslutörn er orðin alllöng. Fyrsti síldarfarmurinn að vestan barst til okkar þann 24. október en þá var veiðum á norsk-íslenskri síld austur af landinu að ljúka. Nú eru komin til okkar um 16.000 tonn af íslenskri sumargotssíld.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |