Gera hlé á síldarveiðum

Margrét EA kom til Neskaupstaðar með 1.300 tonn af íslenskri …
Margrét EA kom til Neskaupstaðar með 1.300 tonn af íslenskri sumargotssíld. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Helgi Freyr Ólason

Margrét EA, skip Samherja, landaði 1.300 tonnum af íslenskri sumargotssíld í Neskaupstað í gær og kom Beitir NK þangað rétt fyrir klukkan þrjú síðdegis í dag með þúsund tonn.

„Þessi túr gekk býsna vel. Við fengum aflann, um 1000 tonn, í þremur holum um 70 mílur suðvestur af Malarrifi. Þetta er sama góða síldin og verið hefur og þetta er síðasti síldartúr hjá okkur í bili,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Fram kemur að síldarkvóti skipa Síldarvinnslunnar sé langt kominn og að gert sé ráð fyrir að hlé verði gert á veiðum fram í desember. Samkvæmt skráningu Fiskistofu hafa íslensku uppsjávarskipin landað 61.644 tonnum af íslenskri sumargotssíld af 93 þúsund tonna síldarkvóta sem úthlutaður var.

Vinnsla gengið vel

Vel gengur að vinna íslensku sumargotssíldina í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, að sögn Geirs Sigurpáls Hlöðverssonar rekstrarstjóra. Nú er mest verið að heilfrysta og framleiða samflök.

Í færslunni á vef útgerðarinnar segir hann: „„Síldin er hið besta hráefni í alla staði. Þessi framleiðslutörn er orðin alllöng. Fyrsti síldarfarmurinn að vestan barst til okkar þann 24. október en þá var veiðum á norsk-íslenskri síld austur af landinu að ljúka. Nú eru komin til okkar um 16.000 tonn af íslenskri sumargotssíld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »