Heldur minningu fiskimanna á loft

Módelsmiðurinn Njörður Sæberg Jóhannsson á Siglufirði með líkan sitt af …
Módelsmiðurinn Njörður Sæberg Jóhannsson á Siglufirði með líkan sitt af vetrarskipinu Hyltingi, en nýjasta líkanið er af Svarfdælingi. mbl.is/Sigurður Ægisson

Vorskipið Svarfdælingur týndist í hafi með allri áhöfn árið 1842 og hefur Njörður S. Jóhannsson gert af því nákvæmt líkan úr greni og eik. Viðtal við hann er í Morgunblaðinu í dag, en um 800 tímar fóru í smíðina og um 3.000 koparnaglar.

Snorri Flóventsson og kona hans, Guðríður Benediktsdóttir, fluttust árið 1831 að Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Jörðin átti land að sjó og við ströndina var ágæt höfn og rekaviðarfjara. Þar myndaðist vísir að þéttbýli í lok 19. aldar sem kallaðist Böggvisstaðasandur, en seinna Dalvík. Meginhluti kaupstaðarins er á þessu fyrrum Böggvisstaðalandi. Árið 1947 keypti Dalvíkurbær jörðina af ríkissjóði.

Snorri var annars fæddur á Ytra-Kálfsskinni í Árskógshreppi í Eyjafirði og hafði verið bóndi á Selárbakka, þar skammt frá, á árunum 1827-1831, og Guðríður var fædd á Stóru-Hámundastöðum á Árskógsströnd.

Vorskipið Svarfdælingur.
Vorskipið Svarfdælingur. mbl.is/Sigurður Ægisson

Vorskipið Svarfdælingur, sem hér er til umfjöllunar og sem eigandi þess, umræddur Snorri, gerði út, var einmitt smíðað í Böggvisstaðafjöru sama ár og þau hjón tóku við jörðinni. „Það var byrjað á því á miðju sumri og þremur mánuðum síðar var það fullbúið og klárt til sjósetningar. Það fór í eina sjóferð á færi þetta sama ár, en svo var það sett upp,“ segir Njörður, þúsundþjalasmiður á Siglufirði, en hann var að ljúka við að smíða af því nákvæmt líkan, eins og hann hefur gert af mörgum öðrum þekktum, norðlenskum skipum fyrri alda, einkum úr Fljótum og utanverðum Eyjafirði, þar sem tomman er fetið, þ.e.a.s. í hlutföllunum 1 á móti 12.

Nánar má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »