Seldu lax á innlendum markaði í fyrsta sinn

Tvö tonn af slægðum laxi var seldur á fiskmörkuðum í …
Tvö tonn af slægðum laxi var seldur á fiskmörkuðum í gær. Framkvæmdastjóri RSF kveðst vona að laxinn sé kominn til að vera á fiskmörkuðunum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Heil tvö tonn af slægðum laxi frá Arctic Fish voru seld á fiskmörkuðum í gær fyrir 1,9 milljónir króna eða 921,7 krónur á kíló. Um er að ræða fyrsta sinn sem fyrirtækið býður lax til sölu á innlendum fiskmörkuðum, en fiskeldisfyrirtækin selja fyrst og fremst afurðir sínar á erlenda markaði og oft í gegnum eigin sölufélög.

Bjarni Rúnar Heimisson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna (RSF), segir ekki hafa verið seldur lax á fiskmörkuðum að neinu ráði fyrr en í gær. „Vonandi er þetta samt byrjunin á einhverju þar sem oftast nær eru kaupendur á laxi á Íslandi einnig að kaupa hvítfisk hjá okkur og eru þá á uppboðinu og með fiskkaupaábyrgð, svo við teljum að sala á laxi í gegnum markaði ætti þá að vera ákjósanleg leið fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir hann.

Kveðst Bjarni Rúnar binda vonir við að þetta verði algengara í framtíðinni. „Í gær voru seld tvö tonn, kaupendur hefðu einnig getað valið úr þessu og keypt til dæmis bara einn kassa – sem er um það bil 23 kíló – svo þetta hefði vel getað hentað stórum sem smáum kaupendum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »