„Erum hvergi nærri af baki dottin“

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, lét verkin tala við Grindarvíkurhöfn í …
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, lét verkin tala við Grindarvíkurhöfn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta ný­smíði Þor­bjarn­ar hf. í hálfa öld var sjó­sett í Gijón á Spáni í gær. „Þótt það hafi gengið á ýmsu í Grinda­vík síðustu mánuði þá erum við hvergi nærri af baki dott­in. Við stefn­um á að koma siglandi á nýju skipi inn í Grinda­vík­ur­höfn fyr­ir sjó­mannadag­inn og von­andi get­um við hafið veiðar síðsum­ars,“ seg­ir Gunn­ar Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar hf., í frétta­til­kynn­ingu í til­efni af sjó­setn­ing­unni.

Þessi nýi ís­fisk­stog­ari er 58 metra lang­ur og 13,6 metra breiður og er fyrsta ný­smíði Þor­bjarn­ar síðan 1967. Tog­ar­inn er nefnd­ur í höfuðið á Huldu Björns­dótt­ur sem stofnaði Þor­björn ásamt eig­in­manni sín­um Tóm­asi Þor­valds­syni, þann 24. nóv­em­ber árið 1953. Hulda vann hjá fyr­ir­tæk­inu alla tíð.

„Nú er búið að sjó­setja skrokk­inn. Næsta skref er að setja á hann yf­ir­bygg­ing­una og setja upp þann búnað sem þarf. Við reikn­um með því að þetta klárist allt með vor­inu,“ seg­ir Gunn­ar.

Und­an­far­in ár hef­ur Þor­björn hf. tekið úr rekstri þrjú línu­skip og tvo frysti­tog­ara en í staðinn hef­ur fyr­ir­tækið keypt frysti­tog­ara frá Græn­landi og ís­fisk­tog­ara frá Vest­manna­eyj­um. Að þessu sinni var þói ákveðið að smíða skip með þarf­ir út­gerðar­inn­ar að leiðarljósi, en Hulda Björns­dótt­ir er hönnuð af Sæv­ari Birg­is­syni skipa­tækni­fræðingi hjá verk­fræðistof­unni Skipa­sýn ehf. í nánu sam­starfi við starfs­menn Þor­björns. Skipa­smíðastöðin Armon í Gijón sá um smíðina.

Hulda Björnsdóttir GK við sjósetninguna í gær.
Hulda Björns­dótt­ir GK við sjó­setn­ing­una í gær. Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.

Rík áhersla á að draga úr orku­notk­un

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að við hönn­un skips­ins var lögð rík áhersla á að draga úr orku­notk­un og þar með að um­hverf­isáhrif þess verði sem minnst. „Aðal­vél skips­ins, sem verður um 2400 KW, mun knýja skrúfu sem verður 5 metr­ar í þver­mál.  Stærð og snún­ings­hraði skrúf­unn­ar verður lægri en áður hef­ur þekkst í eldri fiski­skip­um af sam­bæri­legri stærð.  Skipið verður þess vegna sér­lega spar­neytið og því í hópi spar­neytn­ustu skipa í þess­um flokki.  Þá verður skipið búið til veiða með tveim­ur botn­vörp­um sam­tím­is og tog­vind­urn­ar knún­ar raf­magni.“

Frá vinstri: Gunnar Tómasson – framkvæmdastjóri Þorbjarnar, Friðrik J Arngrímsson,, …
Frá vinstri: Gunn­ar Tóm­as­son – fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar, Friðrik J Arn­gríms­son,, Hrann­ar Jón Em­ils­son, Ottó Hafliðason, Hjört­ur Ingi Ei­ríks­son, Sæv­ar Birg­is­son, Ægir Óskar Gunn­ars­son og Þór­hall­ur Gunn­laugs­son. Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.

Þá er einnig lögð sér­stök áhersla á sjó­hæfni skips­ins með til­liti til ör­ygg­is og bættr­ar vinnuaðstöðu. Unnið hef­ur verið að því mark­miði að aðbúnaður áhafn­ar verði sem best­ur og all­ir skip­verj­ar hafa sín­ar eig­in vist­ar­ver­ur og hrein­lætisaðstöðu.

„Mesta breyt­ing­in frá eldri skip­um Þor­bjarn­ar hf. varðandi vinnslu og meðferð afl­ans er sú að sjálf­virk flokk­un á afl­an­um fer fram á vinnslu­dekki skips­ins og frá­gang­ur afl­ans í fiskikör fer fram á ein­um stað á vinnslu­dekk­inu.  Þaðan fer afl­inn í lyft­um niður í lest og verður lest­ar­vinn­unni  ein­göngu sinnt af fjar­stýrðum lyft­ara sem renn­ur á loft­bita í lest skips­ins.  Auk þess að ann­ast flutn­ing og stöfl­un á fiskikör­um verður lyft­ar­inn notaður við los­un skips­ins þegar það kem­ur til hafn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hulda Björnsdóttir GK
Hulda Björns­dótt­ir GK Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.
Hulda Björnsdóttir GK
Hulda Björns­dótt­ir GK Ljós­mynd/Þ​or­björn hf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg
1.4.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 2.778 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 2.858 kg
1.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Þorskur 417 kg
Skarkoli 169 kg
Samtals 1.106 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg
1.4.25 Sigrún Björk ÞH 100 Handfæri
Þorskur 2.778 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 2.858 kg
1.4.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Þorskur 417 kg
Skarkoli 169 kg
Samtals 1.106 kg

Skoða allar landanir »

Loka