Gleðilegt að fá aftur líf í höfnina

Daníel Evert Árnason, háseti á Sturlu GK, ræddi við mbl.is …
Daníel Evert Árnason, háseti á Sturlu GK, ræddi við mbl.is rétt áður en skipið hélt aftur út veiða eftir löndun í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjól atvinnulífsins eru smátt og smátt að fara af stað á nýjan leik í Grindavík en í morgun hófst löndun úr Sturlu GK, togbáti Þorbjarnarins, sem hélt út til veiða á mánudaginn og kom til hafnar í Grindavík í morgun.

Sturla GK er fyrsta skipið sem kemur til hafnar í Grindavík eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember. Sturla var við veiðar á Látagrunni, síðan við Snæfellsnes og í gær var Sturla á veiðum út af Reykjanesi við Eldey.

Sturla GK var fyrsta skipið sem landaði í Grindavík eftir …
Sturla GK var fyrsta skipið sem landaði í Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnan tekin austur fyrir

„Við komum til hafnar um níuleytið í morgun og löndunargengið hófst þegar handa við að landa úr skipinu,“ sagði Daníel Evert Árnason, háseti á Sturlu GK, við mbl.is rétt áður en skipið hélt aftur út til veiða. Þegar mbl.is ræddi við hann var beðið eftir vélstjóranum og þegar hann skilaði sér hélt Sturla GK úr höfninni.

Daníel segir að stefnan verði tekin eitthvað austur fyrir, í átt að Vestmannaeyjum, en Sturla GK landaði í Grundafirði á meðan ekki var að hægt að fara til Grindavíkur. Nú er landvinnslan farin aftur af stað í Grindavík.

„Það er gleðilegt að aftur sé komið líf í höfnina í Grindavík og allt sé að taka við sér á nýjan leik,“ segir Daníel Evert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 413,58 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 612,94 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 413,58 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 286,49 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,81 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »