Ólafur E. Jóhannsson
Það var ekki aðeins að vatnsleiðslan til Vestmannaeyja stórskemmdist þegar Huginn VE dró akkeri skipsins í leiðsluna, heldur slitnaði ljósleiðari Vodafone í leiðinni.
Þá er óttast að einhverjar skemmdir kunni að hafa orðið á einum þeirra þriggja rafstrengja sem liggja frá landi til Eyja. Þó er ekki talið að þar sé um að ræða annan tveggja virkra rafstrengja, líklegra sé að þar sé um aflagðan streng að ræða. Þetta segir Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets sem rekur rafstrengina.
Hættuástand almannavarna er í Vestmannaeyjum vegna skemmdanna á vatnslögninni og er lögreglan í Eyjum með málið til rannsóknar sem og rannsóknarnefnd sjóslysa.
Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki geta sagt til um hvenær rannsókn málsins verði lokið af hálfu lögreglunnar. Skýrslutökum er ekki lokið og gagnaöflun í gangi. Spurður um refsinæmi atburðar sem þessa segist hann telja að gáleysisstig þurfi að vera nokkuð hátt ef til refsingar tjónvalds eigi að koma.
Ekki er enn fullljóst hvernig atvik urðu í þessu máli, en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst þarf að gera tvær til þrjár aðgerðir til að láta akkerið fara, þannig að ljóst virðist vera að mistök hafi verið gerð þegar þessi atburður varð. Vinnslustöðin sem gerir skipið út hefur m.a. brugðist við með þeim hætti að segja bæði skipstjóra Hugins og stýrimanni upp störfum, en vísast munu atvik máls skýrast betur við sjópróf sem gert er ráð fyrir að fram fari í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.1.25 | 588,06 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.1.25 | 686,25 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.1.25 | 347,89 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.1.25 | 312,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.1.25 | 234,70 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.1.25 | 295,56 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.1.25 | 246,12 kr/kg |
25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.151 kg |
Ýsa | 3.831 kg |
Steinbítur | 313 kg |
Langa | 234 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 12 kg |
Hlýri | 8 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 12.631 kg |
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 293 kg |
Þorskur | 178 kg |
Ýsa | 113 kg |
Hlýri | 19 kg |
Karfi | 7 kg |
Langa | 3 kg |
Samtals | 613 kg |
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.069 kg |
Ýsa | 472 kg |
Keila | 133 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Karfi | 4 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 1.689 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.1.25 | 588,06 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.1.25 | 686,25 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.1.25 | 347,89 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.1.25 | 312,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.1.25 | 234,70 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.1.25 | 295,56 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.1.25 | 246,12 kr/kg |
25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.151 kg |
Ýsa | 3.831 kg |
Steinbítur | 313 kg |
Langa | 234 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 12 kg |
Hlýri | 8 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 12.631 kg |
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 293 kg |
Þorskur | 178 kg |
Ýsa | 113 kg |
Hlýri | 19 kg |
Karfi | 7 kg |
Langa | 3 kg |
Samtals | 613 kg |
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.069 kg |
Ýsa | 472 kg |
Keila | 133 kg |
Steinbítur | 8 kg |
Karfi | 4 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 1.689 kg |