Norska fyrirtækið Nofir sem sérhæfir sig í endurvinnslu veiðarfæra hafa það sem af er ári sótt 938 tonn af veiðarfærum til Íslands. Mikil aukning hefur átt sér stað í því magni veiðarfæra sem skilað er til endurvinnslu á skömmum tíma.
Í færslu á vef sínum segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi árangurinn nýrri stefnu og markvissri vinnu að þakka.
Nýverið var sagt frá því að veiðarfæragerð Skinneyjar-Þinganess hafi á árinu sent amk. níu gáma af veiðarfærum úr landi til endurvinnslu.
Í samfélagsstefnu sjávarútvegs sem fyrirtæki SFS sameinuðust um árið 2020 segir: „Við sjáum sjálf um að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu.“ Á grundvelli þessarar stefnu var unnið að því að innleiða skilvirkara kerfi við endurvinnslu veiðarfæra með markmið um 80% söfnunarhlutfall og þar af 80% endurvinnsluhlutfall.
Fyrsta heila árið sem kerfið var nýtt var á síðasta ári og voru send úr landi 1,700 tonn af veiðarfærum sem er 600 tonnum yfir söfnunarmarkmiði. „Þetta sýnir glögglega að kerfið er að virka og fyrirtækin eru að nýta sér kerfið í stað þess að urða veiðarfæri,“ segir í færslu SFS.
Sem lið í þessu nýja kerfi gerði SFS á síðasta ári samkomulag við Nofir og er móttaka veiðarfæra í samstarfi við Eimskip, Hampiðjuna, Ísfell, Egersund, GRUN, Skinney Þinganes og Veiðarfæragerðinni hjá Þorbirni. Geta allir sem vilja komið notuðum og úr sér gengnum veiðarfærum til móttökustöðva fyrirtækjanna sem sjá um að pakka og setja veiðarfærin í gám og senda í endurvinnslu hjá Nofir.
Nofir er eitt af fjórum fyrirtækjum sem taka á móti veiðarfærum frá Íslandi en veiðarfæraúrgangur frá Íslandi er nú að mestu fluttur til endurvinnslu í Litháen, Danmörku og Hollandi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 30.12.24 | 644,29 kr/kg |
Þorskur, slægður | 30.12.24 | 734,68 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 30.12.24 | 502,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 30.12.24 | 505,97 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 30.12.24 | 242,05 kr/kg |
Ufsi, slægður | 30.12.24 | 335,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 30.12.24 | 355,92 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 6.927 kg |
Ýsa | 1.522 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Langa | 16 kg |
Samtals | 8.508 kg |
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 3.126 kg |
Ýsa | 1.283 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 4.413 kg |
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 8.609 kg |
Þorskur | 3.818 kg |
Steinbítur | 67 kg |
Samtals | 12.494 kg |
30.12.24 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 295 kg |
Ýsa | 89 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Langa | 3 kg |
Samtals | 390 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 30.12.24 | 644,29 kr/kg |
Þorskur, slægður | 30.12.24 | 734,68 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 30.12.24 | 502,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 30.12.24 | 505,97 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 30.12.24 | 242,05 kr/kg |
Ufsi, slægður | 30.12.24 | 335,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 30.12.24 | 355,92 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 6.927 kg |
Ýsa | 1.522 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Langa | 16 kg |
Samtals | 8.508 kg |
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 3.126 kg |
Ýsa | 1.283 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 4.413 kg |
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 8.609 kg |
Þorskur | 3.818 kg |
Steinbítur | 67 kg |
Samtals | 12.494 kg |
30.12.24 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 295 kg |
Ýsa | 89 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Langa | 3 kg |
Samtals | 390 kg |