„Nú mega jólin koma fyrir mér,“ gæti starfsmaður Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hafa hugsað þegar jólasíldin var klár. Hún er nú komin í föturnar sínar og að venju er á lokinu listrænn og fallegur miði, hannaður af listamanni í Vestmannaeyjum.
Síldin er sérlega góð þetta árið, segja matgæðingar byggðarlagsins enda hefur henni verið fylgt eftir og nostrað við hana allt frá því að hún kom í hús úr síðasta síldarfarmi Heimaeyjar í haust en þá voru 1.150 kg tekin í þessa vinnslu. Af alúð og natni var annast um þennan litla jólafisk í nokkrar vikur og starfsfólkið uppskar sannarlega árangur erfiðis síns, afbragðs síld. Yfirumsjón með verkinu hafði starfmaður Ísfélagsins, Piotr Tarasiewicz, og tók hann þetta mikilvæga starf alvarlega og leitaði m.a. ráða hjá gömlum síldarspekúlanti. Afraksturinn var falleg og ljúffeng síld sem bíður þess nú að prýða jólaborð og gleðja bragðlauka fólks en síldina telja margir ómissandi um jólahátíðina. Eins og áður þá gefur Ísfélagið bæði starfsfólki sínu og íbúum byggðarlagsins síldarfötu fyrir jólin en fleiri hafa einnig notið góðs af.
Sumarvertíðinni lauk kringum miðjan október og gekk hún mjög vel, að sögn verkstjóra. Eftir hefðbundin þrif tók svo bolfiskvinnslan við en skip Ísfélagsins sjá vinnslunni fyrir nægum fiski og alltaf nóg að gera á Þórshöfn.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.020 kg |
Samtals | 1.020 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.020 kg |
Samtals | 1.020 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |