Gjald á eldislaxinn hækkar um 60%

Gjald á hvert framleitt kíló af eldislaxi hækkar um áramótin. …
Gjald á hvert framleitt kíló af eldislaxi hækkar um áramótin. Um er að ræða tæplega 60% hækkun. mbl.is/Helgi Bjarnason

Gjald á fiskeldi í sjó hækkar um tæp 60% í tilfelli laxeldis og 68% í tilfelli regnbogasilungs um áramótin. Samkvæmt útreikningum Fiskistofu verður verður gjald á hvert kílógramm slátraðs lax 30,77 krónur og gjald á hvert kílógramm slátraðs regnbogasilungs 15,39 krónur, að því er segir á vef stofnunarinnar.

Fiskistofa vekur jafnframt athygli á að fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á á lögum um gjaldtöku í fiskeldi sem leitt gæti til breytingar á gjaldtökunni, en verði frumvarpið samþykkt hækkar álagningarprósentan úr 3,5% í 5%. Getur því gjaldið hækkað töluvert meira um áramótin.

Núverandi fyrirkomulag miðar við 3,5% gjald á lax úr sjókvíaeldi þegar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kílógramm upp að 4,8 evrum og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur. Gjald á regnbogasilung á að vera helmingur af því sem sett er á lax og á það einnig við um ófrjóan lax og lax sem er alinn í sjó með lokuðum eldisbúnaði.

Innleiðing gjaldsins sem samþykkt var 2019 byggði á að það myndi taka gildi í sjö áföngum fram til ársins 2026 þannig að gjaldið myndi hækka um einn sjöunda þar til það yrði innheimt til fulls.

Hafa innheimt 858 milljónir

Álagning gjalds á sjókvíaeldis er fyrir hálft ár í senn, tímabilið 1. janúar til 30. júní og svo 1. júlí til 31. júlí.

Mest hefur verið innheimt 224,8 milljónir króna á einum árshelming og var það síðari hluti ársins 2022. Frá ársbyrjun 2020 hafa verið innheimtar 858,9 milljónir króna vegna gjalds á sjókvíaeldi á Íslandi.

Hefur ekki verið afgreitt

Frumvarp sem Bjarni Benediktsson, þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra, mælti fyrir á Alþingi 12. september snýr að breytingu fjölda laga i tilefni af fjárlögum og felur í sér að álagning á sjókvíaeldi hækki um 1,5 prósentustig í 5%. Frumvarpið hefur þó aðeins verið farið í gegnum fyrstu umræðu á þingi af þremur.

Óljóst er hvernig gjaldinu verður hagað eftir afgreiðslu Alþingis en í lögum er tímafrestur Fiskistofu til að auglýsa hvert gjaldið verður 31. desember næstkomandi fyrir gjaldið árið 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »