„Ráðherra lætur sig engu skipta álit þjóðarinnar“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ekki sáttur með frumvarp …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveðst ekki sáttur með frumvarp matvælaráðherra um ný heildarlög um sjávarútveg. mbl.is/Árni Sæberg

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), lýsir vonbrigðum með frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um ný heildarlög fyrir sjávarútveginn. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu sem birt var um helgina bendir hann á að Í frumvarpinu sé ekki lagt til að heimildir til strandveiða verði auknar.

„Ráðherra lætur sig engu skipta álit 72,3% þjóðarinnar,“ skrifar hann og vísar til niðurstaðna skoðanakönnunar félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir matvælráðuneytið í tengslum við stefnumótunarverkefnið Auðlindin okkar. Sögðust 31,1% svarenda vilja sjá mun hærra hlutfall strandveiða af heildarkvóta og 41,2% vildu sjá nokkru hærra hlutfall.

Treystu á ráðherra

Örn bendir á að Svandís hafi á opnum fundi 29. ágúst vegna kynningar á skýrslu starfshópa Auðlindarinnar okkar og tilheyrandi tillagna sagt: „Vinnan sem unnin hefur verið með Auðlindinni okkar er mikilvægt skref til að skapa skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Hagsmunir almennings eru settir í forgrunn og endurspeglast til dæmis í sterkum umhverfisáherslum og tillögum um aukið gagnsæi og hækkun veiðigjalda í samræmi við fjármálaáætlun.“

Vegna orða Svandísar missti LS því ekki svefn þrátt fyrir að samtökin öldu skýrsluhöfunda Auðlindarinnar okkar hefðu skautað framhjá kröfu almennings um aukin hlut strandveiða, að sögn Arnar.

„Nú væri málefnið komið til matvælaráðherra sem setti hagsmuni almennings í forgrunn, auk þess sem stefna hennar flokks var ekki að þvælast fyrir henni um að vilja strandveiðum vel. Hún sem ráðherra réði því hvað myndi standa í frumvarpinu. […] Miðað við orð ráðherra voru það Landssambandi smábátaeigenda mikil vonbrigði að skoðanir þjóðarinnar um strandveiðar […] skyldu ekki fá hljómgrunn,“ segir hann.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, á kynningarfundi í ágúst.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, á kynningarfundi í ágúst. Lósmynd/stjórnarráðið: Sigurjón Ragnar

Áhyggjur af framtíð strandveiða

Í greininni bendir Örn á þá þætti sem frumvarpið tekur ekki tillit til. Þá sé ekki að finna breytingar sem auka jafnræði við strandveiðar milli landshluta, þrátt fyrir að ráðherra hefur lagt áherslu á slíkt, að sögn hans.  Auk þess er ekki lagt til að auka hlut strandveiða heldur „leggur ráðherra hins vegar til að strandveiðar verði skertar í upphafi næsta kjörtímabils sumarið 2026 með því að ufsi verði ekki lengur bónus við strandveiðar.“

Lýsir Örn áhyggjum af því að ráðherra verði ekki lengur í lögum skylt að halda eftir 5,3% af aflaheimildum fyrir strandveiðar og atvinnu- og byggðakvóta, heldur verður aðeins lögfest heimild ráðherra til að halda eftir þessum heimildum.

„Ástæða er til á þessum tímapunkti að hafa áhyggjur af framtíð strandveiða, nánast eina möguleikans fyrir nýja aðila til að hefja útgerð,“ segir í grein hans.

Lesa má grein Arnar í Morgunblaðinu hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 215 kg
Ýsa 81 kg
Steinbítur 21 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 327 kg
18.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 434 kg
Ýsa 433 kg
Skarkoli 152 kg
Sandkoli 15 kg
Þykkvalúra 9 kg
Samtals 1.043 kg
18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.24 601,71 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.24 505,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.24 437,65 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.24 413,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.24 360,88 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.24 291,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.24 404,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 215 kg
Ýsa 81 kg
Steinbítur 21 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 327 kg
18.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Þorskur 434 kg
Ýsa 433 kg
Skarkoli 152 kg
Sandkoli 15 kg
Þykkvalúra 9 kg
Samtals 1.043 kg
18.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 172 kg
Langlúra 77 kg
Þorskur 58 kg
Karfi 28 kg
Skarkoli 14 kg
Sandkoli 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 356 kg

Skoða allar landanir »