Stefnir í 64,5% jaðarskatt á sjókvíaeldi

Verði álagningarhlutfall á sjókvíaeldi hækkað úr 3,5% í 5% mun …
Verði álagningarhlutfall á sjókvíaeldi hækkað úr 3,5% í 5% mun það þýða að jaðarskattur sem hlutfalla af afkomu verði um 64,5%. Það er hæsta skattlagning á fiskeldi á heimsvísu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024 samþykkt óbreytt mun álagningarhlutfall gjalds sem lagt er á sjókvíaeldi hækka úr 3,5% í 5%. Verða þá á Íslandi hæstu skattar sem hlutfall af afkomu fiskeldisfyrirtækja á heimsvísu og getur slíkt haft verulega neikvæð á rekstrargrundvöll eldisfyrirtækjanna, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Eins og fjallað hefur verið um á 200 mílum mun gjald á sjókvíaeldi án fyrirhugaðra breytinga hækka sjálfkrafa um áramótin á grundvelli eldri laga. Um er að ræða 60% í tilfelli lax og 68% í tilfelli regnbogasilungs.

Hækki álagningarhlutfallið í 5% má gróflega áætla að gjaldið á hvert framleitt kíló af laxi í sjókvíum gæti orðið 44 krónur árið 2024, sem er um 140% hærra gjald en lagt var á þessa framleiðslu 2023.

Alltaf meira en helmingur

Að óbreyttu má áætla að tekjur ríkissjóðs af gjaldinu nemi 1.523 milljónum króna árið 2024 ef tekið er mið af framleiðsluáætlunum fyrirtækjanna. Verði afkoma fyrirtækjanna á næsta ári svipað og undanfarin tvö ár (um fimm milljarðar) er gjaldið á sjókvíaeldi rétt rúm 30% af afkomu. Ef litið er til tekjuskatts lögaðila, sem er 20%, og 1% viðbótarskatts á lögaðila fjárlaga fyrir árið 2024 verður jaðarskatturinn 51% af afkomu fiskeldisfélaga.

Hækki álagningarhlutfallið í 5% má reikna með að tekjur ríkissjóðs af gjaldinu verði rúmar 2.175 milljónir eða um 43,5% af afkomu fyrirtækjanna síðustu ár. Jaðarskatturinn á afkomu verður þá heil 64,5%.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »