Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024 samþykkt óbreytt mun álagningarhlutfall gjalds sem lagt er á sjókvíaeldi hækka úr 3,5% í 5%. Verða þá á Íslandi hæstu skattar sem hlutfall af afkomu fiskeldisfyrirtækja á heimsvísu og getur slíkt haft verulega neikvæð á rekstrargrundvöll eldisfyrirtækjanna, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.
Eins og fjallað hefur verið um á 200 mílum mun gjald á sjókvíaeldi án fyrirhugaðra breytinga hækka sjálfkrafa um áramótin á grundvelli eldri laga. Um er að ræða 60% í tilfelli lax og 68% í tilfelli regnbogasilungs.
Hækki álagningarhlutfallið í 5% má gróflega áætla að gjaldið á hvert framleitt kíló af laxi í sjókvíum gæti orðið 44 krónur árið 2024, sem er um 140% hærra gjald en lagt var á þessa framleiðslu 2023.
Að óbreyttu má áætla að tekjur ríkissjóðs af gjaldinu nemi 1.523 milljónum króna árið 2024 ef tekið er mið af framleiðsluáætlunum fyrirtækjanna. Verði afkoma fyrirtækjanna á næsta ári svipað og undanfarin tvö ár (um fimm milljarðar) er gjaldið á sjókvíaeldi rétt rúm 30% af afkomu. Ef litið er til tekjuskatts lögaðila, sem er 20%, og 1% viðbótarskatts á lögaðila fjárlaga fyrir árið 2024 verður jaðarskatturinn 51% af afkomu fiskeldisfélaga.
Hækki álagningarhlutfallið í 5% má reikna með að tekjur ríkissjóðs af gjaldinu verði rúmar 2.175 milljónir eða um 43,5% af afkomu fyrirtækjanna síðustu ár. Jaðarskatturinn á afkomu verður þá heil 64,5%.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |