Aflaverðmætið 154 milljarðar á fyrstu 9 mánuðum

Aflaverðmæti á fyrstu níu mánuðum ársins var 4% hærra við …
Aflaverðmæti á fyrstu níu mánuðum ársins var 4% hærra við fyrstu seölu en á sama tímabili í fyrra, en mesta aukningin hefur verið í síld sem jókst um 67%. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir

Verðmæti afla við fyrstu sölu var 154,5 milljarðar króna á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2023 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Um er að ræða 3% aukningu frá sama tímabili 2022 en þá var aflaverðmæti tæplega 150 milljarðar króna. Mesta aukning aflaverðmæta er í síld og nemur hækkunin tæplega fjórum milljörðum króna.

Aukning aflaverðmætis kemur þrátt fyrir 4% samdrátt í magni. Heildarafli nam 1.116 þúsund tonn á fyrstu þremur ársfjórðungum en var 1.168 þúsund tonn á sama tímabili á síðasta ári.

Botnfiskaflinn á fyrstu þremur ársfjórðungum var 298.357 tonn sem 10% minna en á sama tíma í fyrra og var verðmæti aflans við fyrstu sölu 94,6 milljarðar króna sem er 7% lækkun frá sama tímabili 2022.

Mesti samdrátturinn í afla var í ufsa, en 37% minna var landað af tegundinni á fyrstu níu mánuðum þessa árs borið saman við síðasta ár. Þá varð næstmesti samdrátturinn í þorski og var 13% minna landað af tegundinni, en verðmæti aflans minnkaði aðeins um 6%.

Síldin mun verðmætari

Á fyrstu níu mánuðum ársins var landað 795,8 þúsund tonnum af uppsjávarfiski sem er 3% minna en á sama tíma í fyrra. Athygli vekur að þrátt fyrir samdráttinn varð 23% aukning í verðmæti aflans og var aflaverðmætið við fyrstu sölu 48,6 milljarðar króna.

Íslenski uppsjávarflotinn landaði 22% meira af síld á tímabilinu en verðmæti aflans jókst um 67%. Loðnuaflinn minnkaði um 27% og nam samdráttur í verðmætum við fyrstu sölu saman um 3%. Kolmunnaaflinn nam 231 þúsund tonni og er það 45% meira en á fyrstu níu mánuðum ársins 2022, en verðmæti aflans jókst á sama tíma um 52%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »