Verðmæti afla við fyrstu sölu var 154,5 milljarðar króna á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2023 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Um er að ræða 3% aukningu frá sama tímabili 2022 en þá var aflaverðmæti tæplega 150 milljarðar króna. Mesta aukning aflaverðmæta er í síld og nemur hækkunin tæplega fjórum milljörðum króna.
Aukning aflaverðmætis kemur þrátt fyrir 4% samdrátt í magni. Heildarafli nam 1.116 þúsund tonn á fyrstu þremur ársfjórðungum en var 1.168 þúsund tonn á sama tímabili á síðasta ári.
Botnfiskaflinn á fyrstu þremur ársfjórðungum var 298.357 tonn sem 10% minna en á sama tíma í fyrra og var verðmæti aflans við fyrstu sölu 94,6 milljarðar króna sem er 7% lækkun frá sama tímabili 2022.
Mesti samdrátturinn í afla var í ufsa, en 37% minna var landað af tegundinni á fyrstu níu mánuðum þessa árs borið saman við síðasta ár. Þá varð næstmesti samdrátturinn í þorski og var 13% minna landað af tegundinni, en verðmæti aflans minnkaði aðeins um 6%.
Á fyrstu níu mánuðum ársins var landað 795,8 þúsund tonnum af uppsjávarfiski sem er 3% minna en á sama tíma í fyrra. Athygli vekur að þrátt fyrir samdráttinn varð 23% aukning í verðmæti aflans og var aflaverðmætið við fyrstu sölu 48,6 milljarðar króna.
Íslenski uppsjávarflotinn landaði 22% meira af síld á tímabilinu en verðmæti aflans jókst um 67%. Loðnuaflinn minnkaði um 27% og nam samdráttur í verðmætum við fyrstu sölu saman um 3%. Kolmunnaaflinn nam 231 þúsund tonni og er það 45% meira en á fyrstu níu mánuðum ársins 2022, en verðmæti aflans jókst á sama tíma um 52%.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 19.1.25 | 540,91 kr/kg |
Þorskur, slægður | 19.1.25 | 660,38 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 19.1.25 | 389,94 kr/kg |
Ýsa, slægð | 19.1.25 | 324,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 19.1.25 | 283,17 kr/kg |
Ufsi, slægður | 19.1.25 | 244,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 19.1.25 | 216,49 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |