„Leggjum línuna hvenær sem veður leyfir“

Skammdegismyrkrið var lagst yfir þegar Jóhann Ægir Halldórsson og Gunnar …
Skammdegismyrkrið var lagst yfir þegar Jóhann Ægir Halldórsson og Gunnar H. Jóhannsson komu til löndunar á línubátnum Degi ÞH með ágætis afla. Skammdegismyrkrið var lagst yfir þegar Jóhann Ægir Halldórsson og Gunnar H. Jóhannsson komu til löndunar á línubátnum Degi ÞH með ágætis afla. Þeir láta ekki deigan síga fram að jólum. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Jóhann Ægir Halldórsson á línubátnum Degi ÞH stundar sjóinn stíft ásamt félaga sínum, Gunnari H. Jóhannssyni, en báðir hófu þeir sjómennsku ungir að árum.

„Við förum út og leggjum línuna hvenær sem veður leyfir en síðustu daga í nóvember hefur verið fínt sjóveður. Við erum með 30 bala, svona 10 til 15 þúsund króka,“ sagði Jóhann í viðtali í síðasta blaði 200 mílna, en þeir félagar landa öllu á Fiskmarkað Þórshafnar. Veiði hefur verið ágæt þegar gefur á sjó. Hann segir verðið þokkalegt fyrir góðan fisk, ýsuverð er þó frekar lélegt. Dagur er 15 tonna plastbátur, Gáski, og aðstaða um borð mjög þægileg en fiskmarkaðskörin passa t.d. beint í lest hans.

Þeir sjá sjálfir um að stokka upp línuna og beita svo frístundir eru fáar, nema á bræludögum. Hann segir aðstæður í höfninni stundum erfiðar fyrir smábáta yfir vetrartímann. „Í kuldatíð frýs allt í höfninni svo það þarf að keyra upp bátinn til að brjótast í gegnum krapa og ís, við verðum stundum hálffastir hér í höfninni vegna þess,“ sagði hann og telur úrbóta þörf.

Jóhann Ægir og Gunnar gera línuna klára fyrir næsta róður.
Jóhann Ægir og Gunnar gera línuna klára fyrir næsta róður. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Jóhann, sem aldrei hefur unnið við annað en sjómennsku, segir það merkilegt að hann sé nánast alltaf sjóveikur í byrjun. Hann lætur það ekki stoppa sig enda eru íslenskir sjómenn kjarnakarlar. Á sjómennskuferlinum hefur Jóhann séð ýmsar breytingar gegnum tíðina, einkum segir hann greinilegt hversu mikið alls konar regluverk hefur aukist, öllum til trafala og ama.

Þeir félagar á Degi halda ótrauðir áfram að sækja sjóinn langleiðina fram að jólum ef veður og markaður leyfa, sagði Jóhann, sem kominn var í beituskúrinn ásamt Gunnari félaga sínum, byrjaðir að fást við línuna.

Síðasta blað 200 mílna má nálgast hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.24 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Ýsa 5.053 kg
Samtals 5.053 kg
15.11.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 523 kg
Þorskur 218 kg
Ýsa 146 kg
Karfi 18 kg
Samtals 905 kg
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa
Ýsa 2.332 kg
Þorskur 1.777 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 4.132 kg
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 7.678 kg
Ýsa 1.875 kg
Þorskur 570 kg
Steinbítur 113 kg
Samtals 10.236 kg

Skoða allar landanir »