Telja ákvæði sjávarútvegsfrumvarpsins óljós

Sveitarstjórn Tálknafjarðar segir tillögur um afnám almenns byggðakvóta óljósar.
Sveitarstjórn Tálknafjarðar segir tillögur um afnám almenns byggðakvóta óljósar. mbl.is/Guðlaugur

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir áhyggjum af „óljósum ákvæðum“ í lagafrumvarpi er snýr að nýjum heildarlögum fyrir sjávarútveginn. Tilefnið er fyrirhugað afnám almenns byggðakvóta og þess í stað veita sjávarbyggðum innviðastyrki.

Tillagan sem um ræðir gengur út á að umræddur byggðakvóti verði boðinn upp og veittur hæstbjóðanda og er fjármagnið sem fæst í staðinn nýtt til að styðja við byggð þar sem hún stendur höllum fæti. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins er innviðastyrkjunum ætlað að ýta undir vöxt annarskonar atvinnustarfsemi en útgerð í byggðum þar sem dregið hefur úr umsvifum sjávarútvegs.

Í umsögn sveitarstjórnarinnar sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að ekki sé nægilega skýrt hvernig eigi að útfæra umrædd lagaákvæði. „Erfitt er að sjá að þau ákvæði séu til þess fallin að efla útgerð og mannlíf í sjávarbyggðum landsins.“

Byggt á tillögum?

Hugmyndin byggir á tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar, að því er segir í grienargerð frumvarpsins.. „Lagt er til að stuðningurinn verði tímabundinn, þ.e. að stuðningi verði hætt til sjávarbyggða þar sem náðst hefur mælanlegur árangur […] þ.e. fjölgun starfa, íbúaþróun og fjölgað hafi atvinnutækifærum í viðkomandi sjávarbyggð.“

Gert er ráð fyrir að árangurinn af innviðastyrkjunum verði metinn á fimm ára fresti.

Áformin voru gagnrýnd þegar þau voru kynnt og sögð ekki í samræmi við þá vinnu sem unnin var undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vöktu í yfirlýsingu athygli á því að í skýrslu starfshópanna kæmi fram að innköllun og uppboð aflaheimilda „hafi í öll­um meg­in­at­riðum mistek­ist í þeim ríkj­um sem reynt hafa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.773 kg
Þorskur 876 kg
Steinbítur 273 kg
Skarkoli 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.955 kg
17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 398,89 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 352,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,27 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.7.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.773 kg
Þorskur 876 kg
Steinbítur 273 kg
Skarkoli 28 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 2.955 kg
17.7.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Ýsa 5.054 kg
Þorskur 3.492 kg
Skarkoli 1.236 kg
Skrápflúra 192 kg
Steinbítur 27 kg
Þykkvalúra 18 kg
Samtals 10.019 kg
17.7.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 129 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 139 kg

Skoða allar landanir »