Nýr bátur í útgerð Odda hf. á Patreksfirði, sem fær nafnið Núpur BA 69, kom til heimahafnar á laugardag. „Við setjum bátinn í okkar liti og merkjum upp á nýtt strax þegar veður leyfir,“ segir Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri Odda í samtali við Morgunblaðið.
Fyrirtækið skiptir út eldri báti fyrir þennan nýja sem áður var Örvar SH 777 í eigu og útgerð Hraðfrystihúss Hellissands.
Núpur hinn nýi, ef svo má segja, er tæplega 690 brúttótonn, 43,2 metra langur og smíðaður í Noregi árið 1992. Báturinn er sérbúinn til veiða á línu. „Við sérhæfum okkur í línuveiðum, því þannig fáum við besta hráefnið – þorsk og ýsu. Þetta er vara sem svo er flutt fersk utan til viðskiptavina bæði í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Skjöldur.
Eldra skip, Núpur BA sem smíðaður var 1977, fer nú á söluskrá. Áhöfnin sem þar var fer á nýjan Núp og byrjar róðra strax eftir áramót. Skipstjóri er Bjarni Jónsson og með honum valinn maður í hverju rúmi.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 591,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 380,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 189,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,16 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.1.25 | 591,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.1.25 | 609,46 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.1.25 | 380,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.1.25 | 302,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.1.25 | 189,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.1.25 | 253,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.1.25 | 184,16 kr/kg |
17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.064 kg |
Þorskur | 298 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Keila | 17 kg |
Hlýri | 15 kg |
Samtals | 1.441 kg |
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.767 kg |
Ýsa | 5.091 kg |
Steinbítur | 294 kg |
Langa | 219 kg |
Keila | 78 kg |
Karfi | 20 kg |
Samtals | 14.469 kg |
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 10.232 kg |
Ýsa | 1.981 kg |
Langa | 354 kg |
Karfi | 37 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Samtals | 12.630 kg |