Tollar á rússneskan fisk hækka um áramót

Rússneskur hvítfiskur verður með verulega skerta samkeppnisstöðu í Evrópu frá …
Rússneskur hvítfiskur verður með verulega skerta samkeppnisstöðu í Evrópu frá 1. janúar. Ljósmynd/Russian Fisheries

Töluvert af rússneskum hvítfiski hefur verið seldur til Evrópusambandsins þrátt fyrir víðamiklar efnahagsaðgerðir sem ríki evrópska efnahagssvæðisins beita gegn Rússlandi og rússneska aðila frá því að ólögleg innrás Rússlands í Úkraínu hófst. Einhver breyting gæti hins vegar orðið á því á næsta ári og hefur því verið spáð að rússneskur hvítfiskur gæti átt í erfiðleikum á evrópskum markaði vegna breytinga í tollkerfum Evrópusambandsins og Rússlands.

Yfir hundrað þúsund tonn af rússneskum hvítfiski munu hafa verið seld til kaupenda í Evrópusambandinu þegar árinu lýkur. Það er þó töluvert minna en undangengin ár og má nefna að árið 2021 seldu rússneskar útgerðir um 200 þúsund tonn af alaskaufsa til Evrópusambandsins.

Hefur meðal annars Landsbankinn þjónustað breskt sölufélag rússnesku útgerðarinnar Norebo.

Stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu er kostnaðarsamur og hefur verið áætlað að útgjöld til hernaðarmála vaxi töluvert á næsta ári. Í tengslum við útgjaldaaukninguna hefur verið leitað að nýjum tekjulindum og tilkynntu rússnesk stjórnvöld í september innleiðingu 4-7% útflutningstolls á valda vöruflokka, þar á meðal sjávarfang.

Fram kemur í umfjöllun Undercurrent News að útflutningstollarnir á sjávarafurðir hafa skert samkeppnishæfni þeirra og er fullyrt að það hafi haft neikvæð áhrif, en þó ekki umfangsmikil.

ESB hefur afnumið undanþágu

Í lok nóvember tilkynnti Evrópusambandið að ráðherraráð þess hefði ákveðið að sjávarafurðir frá Rússlandi og Hvíta-rússlandi myndu ekki lengur njóta góðs af tollkvótakerfi sambandsins. Hefur þetta í för með sér að sjávarafurðir sem rekja uppruna sinn til ríkjanna óháð viðkomu annar staðar, svo sem í Kína, verða tollaðar að fullu árin 2024, 2025 og 2026.

Tilgangur tollkvótakerfisins (e. autonomous EU tariff quotas, ATQ) er að tryggja aðgengi evrópskra fiskvinnslna að hráefni og felur í sér heimild til að flytja inn sjávarafurðir tollfrjálst til áframvinnslu innan Evrópusambandsins.

Togari rússnesku útgerðarinnar Norebo á siglingu.
Togari rússnesku útgerðarinnar Norebo á siglingu. Ljósmynd/Norebo

„Með hliðsjón af versnandi samskiptum ESB og Rússlands og til að tryggja samræmi við utanríkisstefnu ESB ákvað ráðherraráðið að leyfa ekki sjávarafurðum sem eru upprunnar í Rússlandi að njóta tollfrjálsrar meðferðar eða þeirra sérkjara sem þjóðum hefur verið boðið,“ segir í tilkynningu Evrópusambandsins. Hvíta-rússland er síðan nefnt vegna stuðnings þeirra við innrás Rússlands.

Rússneskar sjávarafurðir verða því bæði fyrir innflutnings- og útflutningstolli frá og með 1. janúar 2024.

Þrátt fyrir gagnrýni

Evrópskur fiskvinnsluiðnaður hefur orðið sífellt háðari innfluttu hráefni og sendu samtök evrópskra fiskvinnslna og –seljenda (AIPCE-CEP) bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í október þar sem var óskað var eftir því að veittur yrði aðlögunartími vegna viðamikilla áhrifa breytinganna á tollkvótakerfinu. Ekki var orðið við þeirri beiðni.

Áður hafði hins vegar verið hætt við aðgerðir gegn rússneskum afurðum. Í apríl 2022 tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að bann yrði sett á innflutning rússneskra afurða vegna innrásarinnar í Úkraínu. Vegna mikils þrýstings frá fiskvinnslum – með vísan til áhrifa á verðlag matvæla og atvinnustig – var fallið frá þessum áformum um bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.24 372,91 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.24 426,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 388,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 225,64 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 333,83 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 603 kg
Samtals 603 kg
8.7.24 Fönix BA 17 Handfæri
Þorskur 789 kg
Samtals 789 kg
8.7.24 Tóti BA 21 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
8.7.24 Kári BA 132 Handfæri
Þorskur 781 kg
Ufsi 155 kg
Samtals 936 kg
8.7.24 Anna BA 20 Handfæri
Þorskur 824 kg
Samtals 824 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.7.24 372,91 kr/kg
Þorskur, slægður 8.7.24 426,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.7.24 388,37 kr/kg
Ýsa, slægð 5.7.24 149,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.7.24 225,64 kr/kg
Ufsi, slægður 5.7.24 282,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 5.7.24 333,83 kr/kg
Litli karfi 1.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.7.24 Anna SH 310 Grásleppunet
Grásleppa 603 kg
Samtals 603 kg
8.7.24 Fönix BA 17 Handfæri
Þorskur 789 kg
Samtals 789 kg
8.7.24 Tóti BA 21 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
8.7.24 Kári BA 132 Handfæri
Þorskur 781 kg
Ufsi 155 kg
Samtals 936 kg
8.7.24 Anna BA 20 Handfæri
Þorskur 824 kg
Samtals 824 kg

Skoða allar landanir »