Fá merki um að sátt náist

Óljóst er hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur (t.h.) nái að skapa …
Óljóst er hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur (t.h.) nái að skapa aukna sátt um sjávarútveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra til nýrra heild­ar­laga um sjáv­ar­út­veg átti með viðamiklu sam­ráði und­ir merkj­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar að skila auk­inni sam­fé­lags­legri sátt um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Miðað við þær um­sagn­ir og yf­ir­lýs­ing­ar sem hagaðilar hafa sent frá sér vegna frum­varps­ins – sem og til­lög­ur og skýrslu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar – hef­ur tek­ist að mynda nokkuð um­fangs­mikla sam­stöðu um mál­efnið, en samstaðan felst aðallega í óánægju með fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sem ým­ist eru sagðar ganga of langt eða of skammt, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu Í Morg­un­blaðinu í dag.

Benda hagaðilar á að ekki hafi verið farið í grein­ingu á mögu­leg­um áhrif­um breyt­ing­anna, að ekki hafi verið staðið við gef­in fyr­ir­heit og að sam­ráðsferlið sem lagt var upp með hafi verið sniðgengið.

„Ljóst er að mál­efni sjáv­ar­út­vegs snerta hags­muni víða í sam­fé­lag­inu og því er ekki von á öðru en að um­sagn­ir verði bæði marg­ar og efn­is­mikl­ar. Vegna þess að ferlið er í miðjum klíðum er ekki tíma­bært að fjalla um ein­stak­ar at­huga­semd­ir eða viðbrögð við þeim á þess­um tíma­punkti,“ svar­ar Svandís er hún er innt álits á þeirri gagn­rýni sem frum­varpið hef­ur hlotið síðustu daga. „Ákveðið hef­ur verið að fram­lengja frest til um­sagna um frum­varpið til 10. janú­ar. […] Mik­il­vægt er að sem flest­ar at­huga­semd­ir rati í sam­ráðið svo unnt verði að fara yfir þær í heild.“

Ekki er eintóm ánægja með fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.
Ekki er ein­tóm ánægja með fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni. mbl.is/​Al­fons

Þeir sem hafa kvatt sér hljóðs og gagn­rýnt frum­varpið, til­lög­ur í skýrslu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar og/​eða sam­ráðsferlið sjálft eru ekki fáir. Má í þessu sam­hengi nefna Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS), Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), Tálkna­fjarðar­hrepp, út­gerðir í Stykk­is­hólmi, Sam­tök fisk­fram­leiðenda og -út­flytj­enda (SFÚ), Strand­veiðifé­lag Íslands, Fé­lag skip­stjórn­ar­manna, Fé­lag vél­stjóra og mál­tækni­manna – VM, Sjó­manna­sam­band Íslands, Starfs­greina­sam­bandið, Sam­tök smærri út­gerða, Land­vernd, Unga um­hverf­issinna, Viðskiptaráð og skóla­meist­ara fimm fram­halds­skóla, nán­ar til­tekið Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra, Fjöl­brauta­skóla Snæ­fell­inga, Fram­halds­skól­ans í Vest­manna­eyj­um, Mennta­skól­ans á Ísaf­irði og Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands.

Svandís svar­ar því ekki hvort hún hafi enn trú á að hægt verði að samþykkja frum­varp á Alþingi sem skapi sátt um sjáv­ar­út­veg­inn.

Ítar­lega er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 567,56 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 431,86 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 337,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.456 kg
Samtals 3.456 kg
1.4.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 879 kg
Ufsi 287 kg
Karfi 183 kg
Samtals 1.349 kg
1.4.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 5.586 kg
Steinbítur 374 kg
Ýsa 82 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 6.049 kg
1.4.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Þorskur 53 kg
Grásleppa 43 kg
Samtals 96 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 567,56 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 431,86 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 337,40 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.456 kg
Samtals 3.456 kg
1.4.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 879 kg
Ufsi 287 kg
Karfi 183 kg
Samtals 1.349 kg
1.4.25 Dagur ÞH 110 Línutrekt
Þorskur 5.586 kg
Steinbítur 374 kg
Ýsa 82 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 6.049 kg
1.4.25 Finni NS 21 Þorskfisknet
Þorskur 53 kg
Grásleppa 43 kg
Samtals 96 kg

Skoða allar landanir »

Loka