Fá merki um að sátt náist

Óljóst er hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur (t.h.) nái að skapa …
Óljóst er hvort frumvarp Svandísar Svavarsdóttur (t.h.) nái að skapa aukna sátt um sjávarútveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra til nýrra heildarlaga um sjávarútveg átti með viðamiklu samráði undir merkjum Auðlindarinnar okkar að skila aukinni samfélagslegri sátt um íslenskan sjávarútveg. Miðað við þær umsagnir og yfirlýsingar sem hagaðilar hafa sent frá sér vegna frumvarpsins – sem og tillögur og skýrslu Auðlindarinnar okkar – hefur tekist að mynda nokkuð umfangsmikla samstöðu um málefnið, en samstaðan felst aðallega í óánægju með fyrirhugaðar breytingar sem ýmist eru sagðar ganga of langt eða of skammt, að því er fram kemur í fréttaskýringu Í Morgunblaðinu í dag.

Benda hagaðilar á að ekki hafi verið farið í greiningu á mögulegum áhrifum breytinganna, að ekki hafi verið staðið við gefin fyrirheit og að samráðsferlið sem lagt var upp með hafi verið sniðgengið.

„Ljóst er að málefni sjávarútvegs snerta hagsmuni víða í samfélaginu og því er ekki von á öðru en að umsagnir verði bæði margar og efnismiklar. Vegna þess að ferlið er í miðjum klíðum er ekki tímabært að fjalla um einstakar athugasemdir eða viðbrögð við þeim á þessum tímapunkti,“ svarar Svandís er hún er innt álits á þeirri gagnrýni sem frumvarpið hefur hlotið síðustu daga. „Ákveðið hefur verið að framlengja frest til umsagna um frumvarpið til 10. janúar. […] Mikilvægt er að sem flestar athugasemdir rati í samráðið svo unnt verði að fara yfir þær í heild.“

Ekki er eintóm ánægja með fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.
Ekki er eintóm ánægja með fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. mbl.is/Alfons

Þeir sem hafa kvatt sér hljóðs og gagnrýnt frumvarpið, tillögur í skýrslu Auðlindarinnar okkar og/eða samráðsferlið sjálft eru ekki fáir. Má í þessu samhengi nefna Landssamband smábátaeigenda (LS), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Tálknafjarðarhrepp, útgerðir í Stykkishólmi, Samtök fiskframleiðenda og -útflytjenda (SFÚ), Strandveiðifélag Íslands, Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og máltæknimanna – VM, Sjómannasamband Íslands, Starfsgreinasambandið, Samtök smærri útgerða, Landvernd, Unga umhverfissinna, Viðskiptaráð og skólameistara fimm framhaldsskóla, nánar tiltekið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands.

Svandís svarar því ekki hvort hún hafi enn trú á að hægt verði að samþykkja frumvarp á Alþingi sem skapi sátt um sjávarútveginn.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 571,42 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 457,59 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 326,58 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 143 kg
Ýsa 120 kg
Ufsi 116 kg
Langa 45 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 426 kg
17.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 8.941 kg
Þorskur 1.357 kg
Samtals 10.298 kg
17.11.24 Vésteinn GK 88 Lína
Keila 657 kg
Ýsa 272 kg
Þorskur 249 kg
Langa 77 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.256 kg

Skoða allar landanir »