Grafinn lax tekur enga stund

Sævar Lárusson kokkur hefur gaman af að lífga upp á …
Sævar Lárusson kokkur hefur gaman af að lífga upp á veisluborðið á jólum með súpum eða smáréttum úr dýrindis íslensku sjávarfangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í desember þykir mörgum gott að taka af og til frí frá öllum reykta og saltaða jólamatnum og fá sér léttan og ljúffengan fiskrétt. Sævar Lárusson, yfirkokkur á Kol á Skólavörðustíg, segir í viðtali í desemberblaði 200 mílna að einn mest seldi rétturinn á veitingastaðnum sé fiskur dagsins. Nota kokkarnir þá besta fáanlega hráefni hverju sinni og setja í spennandi búning með áhugaverðu meðlæti.

„Um þessar mundir setjum við fisk dagsins í jólabúning og erum t.d. með meðlæti á borð við rósakál, rifsberjasósu og fondant-kartöflur sem eiga vel við þennan tíma árs. Er upplagt að skola fiskinum niður með jólakokteil hússins sem er nk. Waldorf-salat í kokteils-búningi. Lýsingin kann að hljóma undarlega en þetta hanastél hefur slegið í gegn og hefur allt það til að bera sem einkennir gott Waldorf-salat, s.s. vínberin, valhneturnar og selleríið.“

Laxinn ómissandi

Grafinn og reyktur lax er ómissandi hluti af kræsingum jólanna og gera jólamatseðlar Kols þessum hátíðarmat mjög góð skil. Reykta laxinn fær Kol hjá Reykhúsinu í Hafnarfirði enda segir Sævar að það þurfi helst að nota sérhæfðan reykofn til að reykja lax svo vel sé, en hann tekur það sérstaklega fram að allur lax á matseðlinum er fenginn úr sjálfbæru landeldi.

Að grafa lax er hins vegar öllu einfaldara. „Það tekur enga stund að útbúa laxinn en þarf auðvitað að bíða í tvo eða þrjá daga eftir að hann hefur verið hjúpaður. Má bregða á leik og gera tilraunir með alls konar krydd, og svo er líka upplagt að grafa aðrar fisktegundir í stuttan tíma fyrir eldun.“

Grafinn lax er ómissandi hluti af jólunum í hugum margra.
Grafinn lax er ómissandi hluti af jólunum í hugum margra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppistaðan í kryddblöndunni er jafn partur af sykri og salti. „Síðan má nota alls konar krydd út í þessa mixtúru, og við hæfi í desember að t.d. stökkva út og ná í smá greni af næsta tré og rífa það út í blönduna, bæta við appelsínuberki, kardimommum eða kanil. Því næst er flak af t.d. laxi, löngu, þorski eða smálúðu látið liggja í blöndunni í 15 til 20 mínútur og síðan eldað með hefðbundnum hætti. Er hold fisksins þá búið að draga í sig mikið af bragðinu úr kryddblöndunni og það sem ella væri ósköp hversdagslegur fiskréttur er orðið að hátíðlegum rétti til að njóta í desember.“

Viðtalið má lesa í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »