Grafinn lax tekur enga stund

Sævar Lárusson kokkur hefur gaman af að lífga upp á …
Sævar Lárusson kokkur hefur gaman af að lífga upp á veisluborðið á jólum með súpum eða smáréttum úr dýrindis íslensku sjávarfangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í desember þykir mörgum gott að taka af og til frí frá öllum reykta og saltaða jólamatnum og fá sér léttan og ljúffengan fiskrétt. Sævar Lárusson, yfirkokkur á Kol á Skólavörðustíg, segir í viðtali í desemberblaði 200 mílna að einn mest seldi rétturinn á veitingastaðnum sé fiskur dagsins. Nota kokkarnir þá besta fáanlega hráefni hverju sinni og setja í spennandi búning með áhugaverðu meðlæti.

„Um þessar mundir setjum við fisk dagsins í jólabúning og erum t.d. með meðlæti á borð við rósakál, rifsberjasósu og fondant-kartöflur sem eiga vel við þennan tíma árs. Er upplagt að skola fiskinum niður með jólakokteil hússins sem er nk. Waldorf-salat í kokteils-búningi. Lýsingin kann að hljóma undarlega en þetta hanastél hefur slegið í gegn og hefur allt það til að bera sem einkennir gott Waldorf-salat, s.s. vínberin, valhneturnar og selleríið.“

Laxinn ómissandi

Grafinn og reyktur lax er ómissandi hluti af kræsingum jólanna og gera jólamatseðlar Kols þessum hátíðarmat mjög góð skil. Reykta laxinn fær Kol hjá Reykhúsinu í Hafnarfirði enda segir Sævar að það þurfi helst að nota sérhæfðan reykofn til að reykja lax svo vel sé, en hann tekur það sérstaklega fram að allur lax á matseðlinum er fenginn úr sjálfbæru landeldi.

Að grafa lax er hins vegar öllu einfaldara. „Það tekur enga stund að útbúa laxinn en þarf auðvitað að bíða í tvo eða þrjá daga eftir að hann hefur verið hjúpaður. Má bregða á leik og gera tilraunir með alls konar krydd, og svo er líka upplagt að grafa aðrar fisktegundir í stuttan tíma fyrir eldun.“

Grafinn lax er ómissandi hluti af jólunum í hugum margra.
Grafinn lax er ómissandi hluti af jólunum í hugum margra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppistaðan í kryddblöndunni er jafn partur af sykri og salti. „Síðan má nota alls konar krydd út í þessa mixtúru, og við hæfi í desember að t.d. stökkva út og ná í smá greni af næsta tré og rífa það út í blönduna, bæta við appelsínuberki, kardimommum eða kanil. Því næst er flak af t.d. laxi, löngu, þorski eða smálúðu látið liggja í blöndunni í 15 til 20 mínútur og síðan eldað með hefðbundnum hætti. Er hold fisksins þá búið að draga í sig mikið af bragðinu úr kryddblöndunni og það sem ella væri ósköp hversdagslegur fiskréttur er orðið að hátíðlegum rétti til að njóta í desember.“

Viðtalið má lesa í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 372 kg
Samtals 372 kg
27.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 372 kg
Samtals 372 kg
27.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg

Skoða allar landanir »