Starfsfólki fjölgað um 40% og stefnir í metár

Reynir B. Eiríksson framkvæmdastjóri við nýju Uno-vélina. Hönnunin er bæði …
Reynir B. Eiríksson framkvæmdastjóri við nýju Uno-vélina. Hönnunin er bæði stílhrein og úthugsuð.

Það eru spennandi tímar hjá Vélfagi: senn verður fyrsta UNO-vélin afhent kaupanda í Noregi og verið er að bæta við starfsfólki til að leggja grunninn að enn öflugri rekstri.

Reynir B. Eiríksson er framkvæmdastjóri Vélfags og segir hann í viðtali í desemberblaði 200 mílna að í dag starfi 36 manns hjá félaginu: „Á þessu ári hefur starfsfólki fjölgað um 40%, m.a. til að geta annað betur eftirspurn og líka til að auka skipulag í daglegum rekstri. Það stefnir í metár í rekstri Vélfags, en velta hefur aukið talsvert á árinu sem er að líða. Hjónin Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir sem stofnuðu félagið hafa um langt skeið verið allt í öllu og í senn gegnt hlutverki framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, og sölustjóra en með nýju starfsfólki verður til meiri verkaskipting og munu þau Bjarmi og Ólöf þá geta helgað sig betur vöruþróun þar sem kraftur þeirra og hugvit nýtist best.“

Vélfag hefur bætt við sig fjölda nýrra starfsmanna að undanförnu …
Vélfag hefur bætt við sig fjölda nýrra starfsmanna að undanförnu og stefnir í að reksturinn slái öll met á þessu ári.

Einn fyrir alla

Nýjasta varan er vélin Uno en eins og nafnið er vísbending um er þar á ferðinni alhliða vél sem getur leyst fjórar eða fimm fiskvinnsluvélar af hólmi. „Uno felur í sér byltingu fyrir vinnslu á hvítum fiski því bæði styttir hún ferli fisksins í gegnum vinnsluna og notar nýstárlega nálgun við að fjarlægja beingarðinn,“ segir Reynir.

Hönnun Uno fórnar ekki afköstum en dregur samt sem áður úr rekstrarkostnaði s.s. með því að nota færra starfsfólk, minna pláss og minna vatn. „Leið fisksins í gegnum kerfið er styttri og þarf því ekki að sprauta eins miklu vatni á færibönd og aðra vélarhluta. Hvað hagkvæmnina snertir er Uno að haka við öll boxin,“ segir Reynir.

Sem fyrr segir verður fyrsta Uno-vélin afhent í Noregi en nýverið var gengið frá samningi við Brim um fyrstu Uno-vélina sem sett verður upp innanlands. „Það er Kambur, dótturfélag Brims, sem kaupir fyrstu vélina og hefur forkaupsrétt að fimm Uno-vélum til viðbótar. Er óhætt að segja að Uno hafi fengið mjög góð viðbrögð og ljóst að margir kaupendur bíða spenntir eftir að kynna sér tæknina nánar og vonandi kaupa af okkur vélar.“

Viðtalið við Reyni má lesa í heild sinni í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »