Sjálfstæðismenn vöruðu Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra við að ákvörðun hennar um hvalveiðibann væri ólögmæt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið muni hafa pólitískar afleiðingar í för með sér.
Hildur kallaði flokkinn saman í dag í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis gaf út álit um vinnubrögð matvælaráðherra.
„Mér fannst rétt að við myndum koma saman og fara yfir þessa stöðu, niðurstaðan kemur ekki á óvart enda höfðum við varað við þessu og óskað eftir þvi að ráðherra myndi endurskoða þessa ákvörðun sína í sumar,“ segir Hildur
Vilhjálmur Árnason, varaþingflokksformaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og segir málið litið mjög alvarlegum augum innan flokksins. Jafn alvarlegum augum og í sumar þegar flokkurinn varaði við því að ekki væri verið að gæta meðalhófs eða fylgja lögum þegar ákvörðunin var tekin.
„Það hvernig var gengið á atvinnufrelsið og atvinnurétt fólks, sem hafði augljóslegar afleiðingar. Þetta var mjög alvarlegt fyrir fólk, fjölskyldur og fyrirtæki, þessi ákvörðun. Í því ljósi skoraði allur þingflokkurinn á ráðherra og hvatti ráðherra til þess í sumar að endurskoða ákvörðun sína,“ segir Vilhjálmur.
Hildur segir þannig ekkert nýtt hafa komið fram, flokkurinn sé enn sama sinnis. Nú þegar niðurstaðan liggi fyrir segir Hildur ljóst að hún muni hafa einhverjar pólitískar afleiðingar í för með sér. „Hverjar þær verða verður aðeins að fá að koma í ljós,“ segir hún.
Helduru að hún fari úr ráðherrastólnum?
„Ég kann ekki við að úttala mig um það, en mér þykir ólíklegt að það verði engar afleiðingar af þessu.“
Spurður hvort flokkurinn sé þeirrar skoðunar að Svandís eigi að fylgja fordæmi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í kjölfar þess að hann sagði af sér í sumar segir Vilhjálmur ríkisstjórnina í það minnsta verða að endurheimta traustið. Eins ef Svandísi er alvara um að taka áliti umboðsmanns alvarlega þá verði hún að sýna það i verki.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |