Síldarvinnslan með mesta kolmunnakvótann

Kolmunna landað úr Beiti NK á Seyðisfirði í janúar 2023.
Kolmunna landað úr Beiti NK á Seyðisfirði í janúar 2023. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason

Lokið hefur verið við úthlutun 305.961 tonna kolmunnakvóta ársins 2024 og hlaut Síldarvinnslan langmesta aflaheimild í tegundinni, alls 91.536 tonn sem er rétt tæp 30% kolmunnakvótans.

Á eftir Síldarvinnslunni fylgir Brim með 64 þúsund tonn og svo Eskja með 58,7 þúsund tonn. Þessi þrjú félög fara saman með ríflega 214 þúsund tonn eða 70% kolmunnakvótans en alls hafa níu sjávarútvegsfyrirtæki kolmunnakvóta.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði 21. desember breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni þar sem tilgreint var að leyfilegur heildarafli í kolmunna árið 2024 yrði 323.084 tonn í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Þar af var 5,3% eða 17.123 tonnum ráðstafað atvinnu- og byggðakvóta í samræmi við lög og afgangurinn falinn Fiskistofu að úthluta í samræmi við kvótaeign sjávarútvegsfyrirtækja.

Á miðvikudag tilkynnti Fiskistofa að úthlutun veiðiheimildanna í kolmunna væri lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 536,59 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,30 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 6.091 kg
Þorskur 2.804 kg
Karfi 4 kg
Samtals 8.899 kg
22.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 704 kg
Skrápflúra 415 kg
Sandkoli 372 kg
Þorskur 329 kg
Skarkoli 80 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.911 kg
22.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 6.782 kg
Þorskur 318 kg
Hlýri 25 kg
Keila 14 kg
Steinbítur 8 kg
Langa 6 kg
Karfi 4 kg
Samtals 7.157 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 536,59 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,30 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 6.091 kg
Þorskur 2.804 kg
Karfi 4 kg
Samtals 8.899 kg
22.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 704 kg
Skrápflúra 415 kg
Sandkoli 372 kg
Þorskur 329 kg
Skarkoli 80 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.911 kg
22.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 6.782 kg
Þorskur 318 kg
Hlýri 25 kg
Keila 14 kg
Steinbítur 8 kg
Langa 6 kg
Karfi 4 kg
Samtals 7.157 kg

Skoða allar landanir »