Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur skýrt að álit umboðsmanns kalli ekki á að hún íhugi stöðu sína sem ráðherra. Segir hún að mál hennar og Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, sem hætti sem fjármálaráðherra eftir álit umboðsmanns, séu ólíkt vaxin.
Raunar telur hún að fyrst og fremst megi nýta álitið til lagabreytinga þar sem hvalveiðilöggjöfin verði „færð til nútímans“.
Telur þú skýrt að þú þurfir ekki að íhuga stöðu þína sem ráðherra í ljósi álits umboðsmanns?
„Já ég tel það algjörlega skýrt. Fyrst og fremst vegna þess að þarna er fjallað um það hvernig undirbúningi og setningu reglugerðarinnar var háttað. Umkvörtunin snýr að henni og undirbúningi hennar.
Umboðsmaður spyr átta umfangsmikilla spurninga og það sem stendur út af er það að reglugerðin hafi ekki átt sér nægjanlega stoð í lögum um hvalveiðar og að útgáfa reglugerðarinnar hafi ekki samrýmst kröfum um meðalhóf. Hins vegar felst umboðsmaður á fjölda mörg önnur sjónarmið sem koma fram í samskiptum við ráðuneytið. Umboðsmaður beinir engum sérstökum tilmælum til mín um að aðhafast að öðru leyti en að hafa álitið til hliðsjónar til framtíðar,“ segir Svandís.
En þegar horft er til framtíðar. Muntu á næsta hvalveiðiári beita þér fyrir því að hömlur verði settar á hvalveiðar?
„Nú er ekkert leyfi í gildi því það rann út um síðustu áramót. Það yrði því ný umfjöllun um þessi mál ef til þess kæmi. Álit umboðsmanns er gagn inn í þá umræðu en ekki síður inn í þá framtíðar sýn um það hvert við viljum fara með þessa atvinnugrein,“ segir Svandís.
Hver er afstaða þín til atvinnugreinarinnar til framtíðar?
„Mín afstaða er sú að mér finnst gríðarlega mikilvægt að horft sé til dýravelferðasjónarmiða, loftlags- og umhverfissjónarmiða eða efnahagslegra sjónarmiða í öllum ákvörðunum og ég sem embættismaður gæti sérstaklega að því. En ég hef líka sagt að ég vilji færa löggjöfina til nútímans. Mér finnst rétt að hefjast handa við þann undirbúning,“ segir Svandís.
Telur þú að í þinni ráðherratíð að þú munir samþykkja frekari hvalveiðiheimildir?
„Það verður tíminn að leiða í ljós. Mínar ákvarðanir verða að byggja á þeim heimildum sem ég hef. Hér hef ég fengið ákveðna leiðsögn í því hverjar þær eru,“ segir Svandís.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |