Hvalur mun krefjast skaðabóta

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstaða umboðsmanns Alþingis er afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra braut gegn atvinnu- og eignarréttindum Hvals og skeytti raunar engu um slík sjónarmið. Þetta er kunnuglegt stef í stjórnsýslu ráðherrans,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið, þegar leitað var viðbragða hans við því áliti Umboðsmanns Alþingis að tímabundið hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sé ólögmætt.

„Hún lætur eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem líður öðrum hagsmunum, ef þeir eru henni ekki að skapi. Að sjálfsögðu mun Hvalur sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem félagið og starfsmenn þess hafa orðið fyrir,“ segir Kristján.

Stefán A. Svensson hæstaréttarlögmaður sem gætt hefur hagsmuna Hvals í málinu segir að niðurstaða Umboðsmanns sé afar ítarleg og vel rökstudd, þ.á.m. með vísan til fjölmargra dóma og fræðasjónarmiða.

„Niðurstaðan er í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals og staðfestir að brotið hafi verið alvarlega gegn stjórnskipulega vernduðum réttindum félagsins. Það er Hvals að ákveða næstu skref,“ segir Stefán.

Hann bendir á að Umboðsmaður rökstyðji í ítarlegu máli að reglugerð ráðherra hafi verið án fullnægjandi lagastoðar. Hafi rökstuðningurinn einkum hverfst um að reglugerð ráðherra hafi í reynd eingöngu byggst á dýravelferðarsjónarmiðum en ráðherrann hafi hins vegar horft fram hjá stjórnskipulega vernduðum hagsmunum Hvals af atvinnustarfsemi sinni og þeim nýtingarsjónarmiðum sem liggja að baki heimildum til setningar reglugerða um takmörkun veiðitíma, samkvæmt lögum um hvalveiðar. Með öðrum orðum, þá hafi ráðherra hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né þeim lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem er að finna í 4. grein laga um hvalveiðar. Reglugerðin sé því án lagastoðar.

Stefán segir að Umboðsmaður taki sjálfstæða afstöðu til málsmeðferðar ráðherra og að í júní 2023 hafi ekki verið komin fram atvik sem gáfu tilefni til að að ætla að ráðherra gæti gert grundvallarbreytingar á heimildum Hvals til veiða á langreyðum 2023. Reglugerðin hafi falið í sér „fyrirvaralausa og verulega íþyngjandi ráðstöfun m.t.t. stöðu og hagsmuna Hvals hf.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »