Skeytti í engu um ráðgjöf

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir liggur að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ítrekað vöruð við að leggja í þá vegferð sem hún þó fór í, að banna hvalveiðar tímabundið sl. sumar.

Þetta má sjá af minnisblöðum sem sérfræðingar ráðuneytisins á skrifstofu sjálfbærni sendu ráðherranum í aðdraganda þess að hún ákvað að banna veiðarnar sl. sumar.

Kröfur um réttmæti, meðalhóf og rannsóknarskyldu

Í minnisblaði skrifstofunnar til ráðherra 12. júní sl. segir að öll reglusetning á grundvelli þeirra heimilda sem raktar voru í minnisblaðinu þurfi, auk lagaáskilnaðarreglna, „að uppfylla kröfur um réttmæti og meðalhóf og rannsóknarskyldu ráðuneytisins. Í því felst að allar ákvarðanir þurfa að vera hófstilltar og byggjast á málefnalegum sjónarmiðum auk þess að vera reistar á viðeigandi og fullnægjandi upplýsingum.“

Þá segir að huga beri að því að öll reglusetning fyrir komandi vertíð hafi ekki í för með sér óhæfilega röskun á starfsemi Hvals hf. umfram það sem eðlilegt sé og óhjákvæmilegt. Hinn skammi frestur og fjárhagslegir hagsmunir leyfishafa af því að geta skipulagt starfsemi sína í samræmi við gildandi lög og reglur setji því nokkrar skorður við hversu langt sé hægt að ganga.

Þá segir: „Mikilvægt er að vandað sé til verka og að þeim sem hagsmuni kunna að hafa af umræddum breytingum sé gert viðvart um fyrirhugaðar breytingar á regluverki og veittur kostur á að tjá sig um þær og gæta hagsmuna sinna.“

Meðalhófsmat lagt á þegar sjónarmið leyfishafa liggja fyrir

Í minnisblaði sömu skrifstofu ráðuneytisins, dagsettu 16. júní, er matvælaráðherra hvattur til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum ráðuneytisins áður en efni væntanlegrar reglugerðar verði afmarkað og lagt til að haft verði samráð við Hval vegna þessa.

Þar segir einnig að rétt sé að tilkynna leyfishafa um fyrirhugaðar reglugerðarbreytingar og gefa honum kost á að tjá sig um efni þeirra og koma sjónarmiðum sínum að öðru leyti á framfæri. „Þegar sjónarmið leyfishafa liggja fyrir verður lagt meðalhófsmat á fyrirhugaðar breytingar með hliðsjón af andmælum aðila,“ segir í minnisblaðinu.

Matvælaráðherra tók ekki tillit til þessarar ráðgjafar eigin sérfræðinga við ákvörðun sína um hvalveiðibannið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 6.591 kg
Skarkoli 215 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 6.816 kg
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.058 kg
Ýsa 3.905 kg
Samtals 7.963 kg
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Þorskur 129 kg
Ýsa 13 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 151 kg
25.11.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 376 kg
Ýsa 156 kg
Langa 149 kg
Keila 33 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 5 kg
Samtals 743 kg

Skoða allar landanir »