Skip Síldarvinnslunnar með yfir 215 þúsund tonn

Börkur NK náði að veiða heil 71.366 tonn á síðasta …
Börkur NK náði að veiða heil 71.366 tonn á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Björn Steinbekk

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar lönduðu rétt rúmlega 195 þúsund tonnum á síðasta ári og var afli togara félagsins (að frátöldum skipum Vísis) tæplega 21 þúsund tonn af bolfiski. Athygli vekur að aflaverðmæti frystitogarans Blængs NK var tæplega þrír milljarðar króna.

Vertíðir uppsjávarskipanna gengu allar vel hvort sem um ræðir veiðar á íslenskri sumargotssíld, norsk-íslenskri síld, makríl, kolmunna eð loðnu, að því er fram kemur í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Grétar Örn Sigfinnsson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar, segir í færslunni að uppsjávarveiðin árið 2023 hafi gengið eins og í sögu. „Það er varla hægt að hugsa sér þetta betra. Börkur og Beitir eru aflahæstu íslensku uppsjávarveiðiskipin og Barði var líka að gera það afar gott. Bjarni Ólafsson kom einungis til aðstoðar í skamman tíma á loðnuvertíðinni. Ég held að til dæmis loðnuveiðin hafi ekki getað gengið betur, það var allt hagstætt og þá ekki síst veðrið. Nýja árið byrjar líka vel. Kolmunnaveiðarnar á gráa svæðinu og í færeysku lögsögunni fara ágætlega af stað en það er gífurlegur fjöldi skipa á miðunum núna.“

Bjarni Ólafsson lá mikið bundinn við bryggju á síðasta ári.
Bjarni Ólafsson lá mikið bundinn við bryggju á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Á síðasta ári landaði Börkur NK 71.366 tonn, Beitir NK, 70.074 tonn, Barði NK 45.510 tonn og Bjarni Ólafsson AK 8.250 tonn. Vakin er athygli á að Bjarni Ólafsson var aðeins á veiðum hluta af síðustu loðnuvertíð en var að öðru leiti ekki í notkun.

Þá segir í færslunni að gamli Börkur, eða „Stóri Börkur“ eins og hann var oft kallaður, fiskaði yfir 70.000 tonn á ári á árunum 2000 – 2004 og var afli hans yfir 80.000 tonn árin 2002 og 2003.

Aflaverðmætið aldrei meira

Veiðar gengu einnig vel hjá togurum samstæðunnar á síðasta ári og veiddu Vestmannaey VE og Bergur VE bæði yfir fjögur þúsund tonn, Bergur 4.448 tonn og Vestmannaey 4.335 tonn.

„Aflaverðmæti skipanna hefur aldrei verið meira en á árinu 2023 og veiðar þeirra gengu vel allt árið. Menn geta ekki verið annað en sáttir. Þegar kom fram á haustið var meira sótt austur fyrir land en á árinu 2022 og frá því í nóvember var hægt verulega á veiðum vegna stöðunnar í Grindavík en hluti af afla skipanna fer til vinnslu hjá Vísi. Þá ber að nefna að veðurfar í haust og fram til áramóta var tiltölulega hagstætt,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, á vef Síldarvinnslunnar.

Aflaverðmæti Vestmannaeyjar VE og Bergs VE hefur aldrei verið meira …
Aflaverðmæti Vestmannaeyjar VE og Bergs VE hefur aldrei verið meira en á síðasta ári. Ljósmynd/Arnar Berg Arnarsson

Fram kemur í færslunni að ársafli frystitogarans Blængs NK nam 7.750 tonnum og var aflaverðmætið tæplega þrír milljarðar króna. Afli Gullvers NS var á síðasta ári 4.394 tonn.

„Það gekk í reynd allt eins og í sögu. Veiðar gengu vel og aflaverðmæti mikil. Árið var gott hjá Gullver en nú er Gullver í slipp á Akureyri og heldur ekki til veiða á nýju ári fyrr en í næstu viku. Þá var gangurinn hjá Blængi afskaplega góður og ársafli hans var meiri en áður. Það er ekki hægt að vera annað en sáttur við útkomuna,“ segir Grétar Örn Sigfinnsson, rekstrarstjóri útgerðar Síldarvinnslunnar.

Afli í síðustu löndun Blængs fyrir jólastopp var 565 tonn. …
Afli í síðustu löndun Blængs fyrir jólastopp var 565 tonn. Skipið náði afla fyrir tæplega þrjá milljarða króna á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,01 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,14 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg
21.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 920 kg
Samtals 920 kg
21.11.24 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 87 kg
Ýsa 12 kg
Sandkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 104 kg
21.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 7.558 kg
Samtals 7.558 kg
21.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.690 kg
Samtals 7.690 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,01 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,14 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg
21.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 920 kg
Samtals 920 kg
21.11.24 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 87 kg
Ýsa 12 kg
Sandkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 104 kg
21.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 7.558 kg
Samtals 7.558 kg
21.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.690 kg
Samtals 7.690 kg

Skoða allar landanir »