Vantrauststillaga á matvælaráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðar vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðar vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman á ný. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn

Miðflokk­ur­inn boðar fram­lagn­ingu van­traust­stil­lögu á Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um leið og Alþingi kem­ur sam­an á ný 22. janú­ar nk. Þetta staðfest­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður flokks­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Við höf­um áður sagt að ef rík­is­stjórn­in leys­ir ekki úr þessu máli áður en Alþingi kem­ur sam­an þurfi þingið að grípa inn í. Nú virðist, sam­kvæmt at­hug­un­um okk­ar, sem meiri­hluti sé fyr­ir van­traust­stil­lögu og í ljósi þess má gera ráð fyr­ir að við leggj­um hana fram, verði málið ekki leyst í millitíðinni,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Rík­is­stjórn­in gæti óvænt greitt úr mál­um

Spurður hvort aðrir þing­flokk­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar séu sama sinn­is seg­ir Sig­mund­ur Davíð að þeir verði að svara fyr­ir sig. „En við erum bún­ir að heyra hljóðið í þeim og það kæmi mér á óvart ef ein­hver úr stjórn­ar­and­stöðunni greiddi ekki at­kvæði með van­trausti,“ seg­ir hann og seg­ist einnig telja að nægi­lega marg­ir stjórn­arþing­menn muni jafn­framt styðja til­lög­una.

Hann bend­ir á að eitt og annað gæti gerst þar til þing kem­ur sam­an, t.d. gæti rík­is­stjórn­in óvænt tekið upp á því að greiða úr sín­um mál­um sjálf, eða að ein­hverj­ir stjórn­ar­liðar sem nú væru til­bún­ir til að styðja van­traust yrðu talaðir til. „En það verður að koma í ljós,“ seg­ir hann.

For­sæt­is­ráðherra ekki enn svarað

Sig­mund­ur Davíð bend­ir á að margt standi upp úr í þessu máli, t.a.m. hafi for­sæt­is­ráðherr­ann ekki enn svarað því hvort það sé í lagi að ráðherra brjóti lög. Sömu spurn­ingu þurfi hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir að svara.

„Síðan eru það þessi ótrú­legu svör Svandís­ar að þetta væru bara göm­ul og úr­elt lög og því þyrfti ekki að fara eft­ir þeim held­ur þyrfti hún þvert á móti að starfa áfram til að geta breytt þeim. Þetta er ótrú­leg yf­ir­lýs­ing. Síðan er það jafn­ræðið, það er eins og aðrar regl­ur eigi að gilda um þá sem eru í réttu liði, það er Vinstri-græn­um, en aðra eins og t.d. Sjálf­stæðis­flokk­inn. Það kom mér á óvart að sjá að Bjarni Bene­dikts­son skyldi víkja sem ráðherra án þess að hafa rætt við Vinstri-græna, að því er virðist, að hið sama myndi gilda um þá,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Fyr­ir ligg­ur að Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra var ít­rekað vöruð við að leggja í þá veg­ferð sem hún þó fór í, að banna hval­veiðar tíma­bundið sl. sum­ar. Hún tók ekk­ert til­lit til þess­ar­ar ráðgjaf­ar eig­in sér­fræðinga við ákvörðun sína um hval­veiðibannið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 582,01 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 344,32 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 147,25 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Langa 2.421 kg
Ýsa 1.811 kg
Ufsi 200 kg
Karfi 181 kg
Steinbítur 50 kg
Keila 32 kg
Þorskur 8 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 4.707 kg
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri
Þorskur 123 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 125 kg
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.034 kg
Þorskur 380 kg
Samtals 1.414 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 582,01 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.25 388,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.25 344,32 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.25 231,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.25 147,25 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.25 263,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 27.3.25 233,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Langa 2.421 kg
Ýsa 1.811 kg
Ufsi 200 kg
Karfi 181 kg
Steinbítur 50 kg
Keila 32 kg
Þorskur 8 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 4.707 kg
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri
Þorskur 123 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 125 kg
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.034 kg
Þorskur 380 kg
Samtals 1.414 kg

Skoða allar landanir »