Árangur Íslands skólabókardæmi um fullnýtingu

Bók Þórs Sigfússonar um fullnýtingu sjávarafurða er orðin lesefni háskólanema …
Bók Þórs Sigfússonar um fullnýtingu sjávarafurða er orðin lesefni háskólanema bæði vestan- og austanhafs. Hann segir íslenska módelið geta skilað verulegum árangri í að draga úr sóun í alþjóðlegum sjávarútvegi. Samsett mynd

Áhugi á sérþekk­ingu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og tengdra greina á full­nýt­ingu afurða fer vax­andi alþjóðlega og er ein sönn­un þess góðar viðtök­ur bók­ar Þórs Sig­fús­son­ar stofn­anda Sjáv­ar­klas­ans, 100% Fish How smart sea­food comp­anies make better use of resources. Bók­in seg­ir meðal ann­ars sög­ur af ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og er hún orðin að les­efni há­skóla­nema í Banda­ríkj­un­um og í Skandi­nav­íu.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag seg­ir Þór minnk­un sóun­ar í sjáv­ar­út­vegi geta orðið eitt mesta fram­lag Íslend­inga í að minnka kol­efn­is­spor mann­kyns á heimsvísu.

„Við höf­um fundið fyr­ir gríðarleg­um áhuga á þess­ari vinnu okk­ar varðandi að kynna hvernig megi auka nýt­ingu sjáv­ar­af­urða um all­an heim,“ seg­ir hann. „Þegar við vor­um að byrja [með Sjáv­ar­klas­ann] þá er Kerec­is að byrja líka og fullt af fyr­ir­tækj­um að taka sín fyrstu spor. Síðan hef­ur þetta orðið bylt­ing og á sama tíma kem­ur þessi mikli áhugi víða um heim á þessu hringrás­ar­hag­kerfi sem snýst um að nýta bet­ur afurðir og draga úr sóun. Þá detta Íslend­ing­ar bara í það að vera í far­ar­broddi á því sviði sem er orðið það heit­asta í um­hverf­is­mál­um fyr­ir­tækja í dag.“

Hug­ar­farið af­ger­andi

Það er hins veg­ar ekki aðeins ís­lenska mód­elið sem skipt­ir máli held­ur þarf einnig rétt hug­ar­far, út­skýr­ir Þór.

Spurður hvað verði til þess að þetta sér­staka hug­ar­far um að há­marka nýt­ingu verði til á Íslandi svar­ar hann: „Þetta er svo stór hluti af okk­ar lífi. Ég er oft í lönd­um þar sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn er bara 0,1% af þjóðarfram­leiðslunni og telst ekki al­vöru­at­vinnu­grein. Þar sem hún telst ekki al­vöru­at­vinnu­grein þá verður eng­inn fókus á hana og því verður ekki þrýst á að lögð verði áhersla á hana. Á móti hef­ur þetta hér heima verið uppistaðan í hag­kerf­inu um svo langt skeið að í grein­ina hef­ur val­ist mikið mann­val af fólki. Það á ekki bara við um út­gerðina held­ur einnig alla stoðþjón­ust­una svo sem tækni­fólkið og jafn­vel fólkið í fjár­mála­stofn­un­um.“

Beðinn um að spek­úl­era um framtíðar­horf­ur full­nýt­ing­ar kveðst Þór full­ur bjart­sýni. „Ég held að þetta gæti verið stærsta fram­lag Íslend­inga til að draga úr kol­efn­is­spori mann­kyns á heimsvísu að hjálpa til við að koma skikki á sjáv­ar­út­veg víða um heim. Með því get­um við einnig bætt ímynd sjáv­ar­út­vegs og sjáv­ar­af­urða hér heima og á heimsvísu.“

Viðtalið við Þór má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »