Árangur Íslands skólabókardæmi um fullnýtingu

Bók Þórs Sigfússonar um fullnýtingu sjávarafurða er orðin lesefni háskólanema …
Bók Þórs Sigfússonar um fullnýtingu sjávarafurða er orðin lesefni háskólanema bæði vestan- og austanhafs. Hann segir íslenska módelið geta skilað verulegum árangri í að draga úr sóun í alþjóðlegum sjávarútvegi. Samsett mynd

Áhugi á sérþekkingu íslensks sjávarútvegs og tengdra greina á fullnýtingu afurða fer vaxandi alþjóðlega og er ein sönnun þess góðar viðtökur bókar Þórs Sigfússonar stofnanda Sjávarklasans, 100% Fish How smart seafood companies make better use of resources. Bókin segir meðal annars sögur af nýsköpun í sjávarútvegi og er hún orðin að lesefni háskólanema í Bandaríkjunum og í Skandinavíu.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Þór minnkun sóunar í sjávarútvegi geta orðið eitt mesta framlag Íslendinga í að minnka kolefnisspor mannkyns á heimsvísu.

„Við höfum fundið fyrir gríðarlegum áhuga á þessari vinnu okkar varðandi að kynna hvernig megi auka nýtingu sjávarafurða um allan heim,“ segir hann. „Þegar við vorum að byrja [með Sjávarklasann] þá er Kerecis að byrja líka og fullt af fyrirtækjum að taka sín fyrstu spor. Síðan hefur þetta orðið bylting og á sama tíma kemur þessi mikli áhugi víða um heim á þessu hringrásarhagkerfi sem snýst um að nýta betur afurðir og draga úr sóun. Þá detta Íslendingar bara í það að vera í fararbroddi á því sviði sem er orðið það heitasta í umhverfismálum fyrirtækja í dag.“

Hugarfarið afgerandi

Það er hins vegar ekki aðeins íslenska módelið sem skiptir máli heldur þarf einnig rétt hugarfar, útskýrir Þór.

Spurður hvað verði til þess að þetta sérstaka hugarfar um að hámarka nýtingu verði til á Íslandi svarar hann: „Þetta er svo stór hluti af okkar lífi. Ég er oft í löndum þar sem sjávarútvegurinn er bara 0,1% af þjóðarframleiðslunni og telst ekki alvöruatvinnugrein. Þar sem hún telst ekki alvöruatvinnugrein þá verður enginn fókus á hana og því verður ekki þrýst á að lögð verði áhersla á hana. Á móti hefur þetta hér heima verið uppistaðan í hagkerfinu um svo langt skeið að í greinina hefur valist mikið mannval af fólki. Það á ekki bara við um útgerðina heldur einnig alla stoðþjónustuna svo sem tæknifólkið og jafnvel fólkið í fjármálastofnunum.“

Beðinn um að spekúlera um framtíðarhorfur fullnýtingar kveðst Þór fullur bjartsýni. „Ég held að þetta gæti verið stærsta framlag Íslendinga til að draga úr kolefnisspori mannkyns á heimsvísu að hjálpa til við að koma skikki á sjávarútveg víða um heim. Með því getum við einnig bætt ímynd sjávarútvegs og sjávarafurða hér heima og á heimsvísu.“

Viðtalið við Þór má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »