Hermann Nökkvi Gunnarsson
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að hún muni styðja vantrauststillögu gegn matvælaráðherra verði hún lögð fram.
Hún segir umræður vera á þinggöngum varðandi það hvort að hvalveiðar verði mögulega fluttar úr matvælaráðuneytinu sem möguleg lausn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.
„Ég er auðvitað bara þingmaður í stjórnarandstöðu en þetta er eitthvað sem er verið að ræða inn í þinghúsi þegar fólk er að velta því fyrir sér eftir hverju Sjálfstæðisflokkur og Framsókn séu að bíða.
Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé lausn sem dugi sjálfstæðismönnum miðað við þann þunga sem er í málinu,“ segir Þorbjörg í samtali við mbl.is.
Hún segir það koma sér á óvart að ekki skuli vera komin niðurstaða í þetta mál.
„Það er hálfur mánuður frá því að þetta álit umboðsmanns kom fram. Það er auðvitað ekki sá möguleiki í stöðunni að það taki hálfan mánuð að lesa þann texta.“
Hún segir að virðist vera sem svo að mikill pólitískur ágreiningur sé í ríkisstjórninni. Áhugavert sé að fylgjast með því að orðsendingar á milli stjórnarliði fari núna fram í fjölmiðlum, en ekki á bak við luktar dyr.
„Mér sýnist þetta bara vera störukeppni, aðallega á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.“
Þingflokkur Viðreisnar mun funda sérstaklega ef vantrauststillaga kemur fram og liggur ekki fyrir hvað allir þingmenn Viðreisnar muni kjósa. Þorbjörg mun þó greiða atkvæði með vantrausti ef slík atkvæðagreiðsla fer fram.
„Ég mun styðja þetta vantraust. Eftir að hafa lesið álitið og kannski ekki síður eftir að hafa heyrt viðbrögð ráðherrans sjálfs. Manni finnst töluverður ásetningur í þessu lögbroti hjá henni,“ segir Þorbjörg.
Á Facebook tjáði Þorbjörg sig einnig og spurði þar: „Hvaða lög brutu hvalirnir?“
„Bjarni axlaði ábyrgð á áliti umboðsmanns á sínum tíma með því að flytja sig yfir í annað ráðuneyti. Það þótti fyndið að ætla að axla ábyrgð með því að skipta bara um ráðherrastól. Svandís gengur samkvæmt þessu lengra en Bjarni og ætlar ekki að flytja sig heldur ætlar hún að flytja hvalina,“ segir hún á Facebook.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |