Leysigeisli nýjasta vopn Íslendinga gegn lúsinni

Hátæknibúnaðurinn frá Stingray Marine Solutions AS í Noregi notar leyssigeisla …
Hátæknibúnaðurinn frá Stingray Marine Solutions AS í Noregi notar leyssigeisla til að eyða laxalús á fiskum í sjókvíum. Háafell verður fyrsta fyrirtækið hér á landi sem tekur í notkun búnað af þessu tagi. Ljósmynd/Stingray

Háafell ehf. sem rekur laxeldi í Djúpinu hefur ákveðið að frjárfesta í hátæknibúnaði sem nýtir myndgrieningatækni studd af gervigreind til að finna laxalús á fiskum og eyða þeim með leysigeisla, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Lausnin er frá norska fyrirtækinu Stingray Marine Solutions AS og eru í dag yfir þúsund slík leysertæki í notkun í Noregi sem skjóta lýs af laxi og gefur reynslan von um töluverðan árangur í baráttunni gegn lúsinni.

Starfsmenn Háafells eru sagðir hafa fylgst með þróun tækninnar um nokkurt skeið og gátu þeir kynnst tækninni enn betur í desember síðastliðnum er þeir heimsóttu eldisfyrirtæki í Norður-Noregi sem lausnin er í notkun við sambærilegar aðstæður og hér á landi.

Var í kjölfar ferðarinnar ákveðið að gera samning við Stingray um kaup á fyrstu tækjunum sem væntanleg eru til landsins siðla vors og verða þau sett upp í Kofradýpi í Ísafjarðardjúpi.

Fram kemur í tilkynningunni að tækin fjarlægja ekki einungis lýs heldur getur búnaðurinn einnig talið lús auk þess sem hann hefur hugbúnað til þyngdarmælinga og mælinga ýmissa fleiri lífræðilegra þátta án inngripa fyrir fiskinn.

Stolt að vera fyrsta fyrirtækið

„Við erum mjög ánægð með að hafa náð samkomulagi við Stingray og stolt að vera fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess að taka þessa snjöllu lausn í notkun sem við bindum miklar vonir við.  Um er að ræða umhverfisvæna leið til þess að berjast við lúsina og er sömuleiðis fyrirbyggjandi aðgerð sem er mjög í takt við grunnstefnu Háafells um að ganga vel um Djúpið og tryggja sem besta velferð laxins,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, í tilkynningunni.

Geuti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells.
Geuti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells. Ljósmynd/Háafell

„Við í Stingray höfum hrifist af sýn og metnaði Háafells í velferðar- og umhverfis málum sem rýmar vel við stefnu okkur um að hjálpa eldisfyrirtækjum á Íslandi á sjálfbæran hátt.  Ég er sannfærður um að okkar tækni muni geta styrkt íslenskt fiskeldi sem umhverfisvæna matvælaframleiðslu í sínum hreinu fjörðum til framtíðar með aukna velferð eldisfisksins að leiðarljósi,“ er haft eftir John Arne Breivik, framkvæmdastjóra Stingray.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 529,13 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 310,57 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 267,77 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 355,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg
10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 529,13 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 310,57 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,41 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 267,77 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 355,09 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Indriði Kristins BA 751 Lína
Steinbítur 555 kg
Þorskur 174 kg
Langa 86 kg
Ýsa 46 kg
Karfi 37 kg
Keila 14 kg
Samtals 912 kg
10.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 3.759 kg
Steinbítur 107 kg
Langa 26 kg
Karfi 10 kg
Samtals 3.902 kg
10.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 693 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 719 kg

Skoða allar landanir »