Fleiri skip hætta veiðum vegna veðurs

Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar er á landleið með 900 tonn …
Hoffell SU skip Loðnuvinnslunnar er á landleið með 900 tonn af kolmunna. Veður hefur truflað gang veiða. mbl.is/Gunnlaugur

Veður hefur truflað kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni undanfarið og bendir flest til að það haldi áfram næstu daga. Hafa því nokkur skip hætt kolmunnaveiðum í bili. Enn eru 273 þúsund tonn af kolmunnakvótanum óveidd.

Hoffell SU er statt rétt utan Fáskrúðsfjarðar og mun landa þar 930 tonnum af kolmunna, en skipið hefði haldið áfram veiðum ef veðurskilyrði hefðu verið betri, að því er fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar.

Ölduhæð í kringum Færeyjar er nú á bilinu sex til átta metrar og hefur verið nokkuð hvassviðri, um þrettán til fjórtán metrar á sekúndu. Langtímaspá gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindaveðri fram í næstu viku og mun vindhraðinn hækka mest í 17 metra á sekúndu.

Vilhelm Þorsteinsson og Margrét hætt

Þá landaði Vilhelm Þorsteinsson EA 1.100 tonnum af kolmunna á Seyðisfirði í byrjun vikunnar en Margrét EA landaði 1.400 tonnum í Neskaupstað mánudagskvöld. Bæði skipin eru gerð út af Samherja og munu þau hafa hætt kolmunnaveiðum að sinni, að því er fram kom í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Þar segir að kolmunnaveiðarnar hafi verið að fjara út vegna veðurs. Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, Barði NK, Beitir NK og Börkur NK eru þó enn á miðunum.

Vilhelm Þorsteinsson EA hefur hætt kolmunnaveiðum í bili.
Vilhelm Þorsteinsson EA hefur hætt kolmunnaveiðum í bili. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Verksmiðjurnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa hvor um sig tekið á móti 6.000 – 7.000 tonnum og kolmunninn hefur verið afar gott hráefni til vinnslu. Í Neskaupstað er samhliða vinnslunni verið að setja upp tæki í nýja og endurbætta verksmiðju og einmitt núna er verið að undirbúa uppsetningu á nýjum þurrkara þannig að þar er býsna mikið um að vera,“ segir Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar, í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »