Leggja til engar loðnuveiðar

Hafrannsóknarskipin mældu lítð af loðnu og telur Hafrannsóknastofnun ekki tilenfi …
Hafrannsóknarskipin mældu lítð af loðnu og telur Hafrannsóknastofnun ekki tilenfi til að breyta ráðgjöf sinni um engar loðnuveiðar þetta árið. mbl.is/Árni Sæberg

Lítð mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar og er því ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf stofnunarinnar um að engar loðnuveiðar verði stundaðar þessa vertíð. Talið er að miklar líkur séu á að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi og er því gert ráð fyrir mælingum á ný í febrúar.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á mælingum sem gerðar voru af rannsóknarskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni ásamt loðnuveiðiskipunum Polar Ammassak og Ásgrími Halldórssyni á tímabilinu 16. til 23. janúar.

„Út af Austfjörðum varð ekki vart við loðnu og einnig mældist lítið magn á norðaustur hluta svæðisins, en þetta eru þau svæði þar sem fremsta hluta loðnugöngunnar er jafnan að finna á þessum tíma. Mesti þéttleiki fullorðinnar loðnu var í námunda við hafísröndina á svæðinu út af Horni og austur að Kolbeinseyjarhrygg. Vestan við það svæði var aðallega að finna ókynþroska loðnu. Miðað við þessa dreifingu má ætla að ís hafi komið í veg fyrir að náðst hafi að dekka allt útbreiðslusvæði loðnunnar. Það magn sem mældist nú af fullorðinni loðnu er aðeins um fjórðungur þess sem mældist í haust,“ segir í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar …
Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar Ammassak grænn, Bjarni Sæmundsson blár og Ásgrímur Halldórsson bleikur. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Ný mæling í febrúar

Kveðst stofnunin skipuleggja mælingu á ný í febrúar og eru bundnar vonir við að loðnan verði gengin undan ísnum eða ísinn hafi hopað. Nákvæmar dagsetningar um framhaldið hafa ekki verið ákveðnar.

Upphafsráðgjöf fyrir vertíðina byggði á haustmælingu ársins 2022 og gaf hún ekki tilefni til að leggja til að loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2023/2024. Sama niðurstaða fékkst í haustmælingu 2023 og í viðbótarleiðangri í desember síðastliðnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka