Þarf nokkuð til að Íslendingar fái loðnukvóta

Á Margréti EA á síðustu loðnuvertíð. Ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar þarf að …
Á Margréti EA á síðustu loðnuvertíð. Ráðgjöf HAfrannsóknastofnunar þarf að hkka umfram tæplega 39 þúsund tonn til að íslensku skipin geta fengið veiðiheimildir. Ljósmynd/Samherji

Verði ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um engar loðnuveiðar breytt í kjölfar mælinga í febrúar mun stofnunin þurfa að leggja til veiðar umfram tæp 39 þúsund tonn til að íslensk skip fá nokkuð í sinn hlut. Ástæðan eru ákvæði fiskveiðisamninga Íslands við önnur ríki.

Hafrannsóknastofnun tilynnti í dag á vetrarmæling stofnunarinnar gæfi ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar loðnuveiðar yrðu stundaðar á vertíðinni 2023/2024. Jafnframt var sagt frá því að stefnt sé að því að halda til mælinga á ný í febrúar með von um að loðnan hafi komið undan hafísnum milli Grænlands og Íslands eða að ísnum hafi hopað.

Verði ráðgjöfinni breytt í kjölfar leiðangursins í febrúar er ekki endilega búist við því að hún verði upp á marga fiska. Verði slík ráðgjöf tiltölulega lítil má ætla að lítið, jafnvel ekkert, af loðnukvóta rati til íslenskra útgerða.

Norðmenn fá stóran hlut við litla ráðgjöf

Þegar heildarloðnukvóti hefur verið ákveðinn – sem er ávallt gert í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar – fara 15% til Grænlands sem úthlutar þeim aflaheimildum til þarlendra skipa. Þá fara 5% til Noregs auk u.þ.b. 31 þúsund tonn sem veitt er Norðmönnum vegna samninga við Ísland um veiðar þess síðarnefnda í Smugunni. Af því sem eftir er til skiptanna renna 5% til Færeyja.

Þrátt fyrir verulegan hlut norskra skipa eru veiðar þeirra takmarkaðar í samningum við ákveðin svæði, mega þau ekki veiða nema með nót og er veiðitímabil þeirra mun styttra en annarra skipa. Auk þess fá aðeins 30 norsk skip að vera í íslenskri lögsögu á loðnuveiðum og mega þau aðeins veiða norður fyrir 64.30 breiddagráðu. Komið hefur fyrir að norsku skipin ná ekki að veiða allan þann kvóta sem þeim hefur verið úthlutað og fellur þá það sem útaf stendur til íslenskra skipa.

Á grundvelli samninganna má ætla að heildarkvóti í loðnu þurfi að ná 115 þúsund tonnum til að Íslendingar fái 50% af úthlutuðum aflaheimildum, en ráðgjöf undanfarinna þriggja ára hefur verið tæplega 460 þúsund tonn vertíðina 2022/2023, tæplega 870 þúsund tonn 2021/2022 og rúm 127 þúsund tonn 2020/2021. Tvætr vertíðir þar á undan var loðnubrestur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,28 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,90 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,28 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,90 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »