Fleiri laxeldisfélög sökuð um ólöglegt verðsamráð

Laxeldi MOWI í Beitveitnes í Noregi. Félagið er eitt sex …
Laxeldi MOWI í Beitveitnes í Noregi. Félagið er eitt sex norskra fyrirtækja sem talin eru hafa stundað ólöglegt verðsamráð. Ljósmynd/MOWI

Sex norsk­um lax­eld­is­fé­lög­um hef­ur verið til­kynnt að þau liggja und­ir grun um að hafa stundað ólög­legt verðsam­ráð við sölu á fersk­um laxi á ár­un­um 2011 og 2019. Fé­lög­in fram­leiða um 80% af öll­um laxi í heimi og eiga yfir höfði sér sekt sem nem­ur allt að 10% af veltu á heimsvísu. Tvö fé­lög eiga meiri­hluta hluta­fjár í fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um hér á landi.

Fé­lög­in Cermaq, Grieg Sea­food, Brem­nes, Lerøy, Mowi og SalM­ar eru tal­in hafa skipst á viðskipta­upp­lýs­ing­um er lúta að sölu­verði, birgðastöðu, sölu­magni, fram­leiðslu­magni og fram­leiðslu­getu, svo og öðrum verðákvörðunarþátt­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu sem fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins send­ir frá sér í dag.

Þar seg­ir að frum­at­hug­un fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar hafi leitt í ljós brot á sam­keppn­is­lög­um á um­ræddu tíma­bili með því að „eiga sam­ráð um að raska sam­keppni á markaði fyr­ir staðsölu á norsk­um eld­islaxi inn­an ESB.“

Sér­stak­lega er vak­in at­hygli á því að um er að ræða til­fallandi sölu til kaup­enda í Evr­ópu­sam­band­inu en ekki sölu á grund­velli lang­tíma­samn­inga. Jafn­framt snýr um­rætt mál ekki að sölu á frosn­um laxa­af­urðum, held­ur ein­ung­is sölu á fersk­um laxi.

Félögin framleiða 80% af laxi á heimsvísu.
Fé­lög­in fram­leiða 80% af laxi á heimsvísu. Morg­un­blaðið/​Helgi Bjarna­son

Fengu ábend­ingu 2019

Grein­ir fram­kvæmda­stjórn­in frá því að at­hug­un á starf­semi fé­lag­anna hófst eft­ir að aðilar sem eiga aðild að markaði með lax vöktu at­hygli henn­ar á áhyggj­um þeirra tengt staðsölu á atlants­hafslaxi til Evr­ópu­sam­bands­ins og voru sér­stak­ar skoðanir fram­kvæmd­ar í fe­brú­ar 2019.

Nú þegar fé­lög­un­um hef­ur verið til­kynnt um at­huga­semd­ir fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar við at­hæfi þeirra gefst þeim tæki­færi til að skoða þau gögn sem lögð eru til grund­vall­ar niður­stöðu henn­ar. Gefst þeim þá tæki­færi til að svara skrif­lega sem og að óska eft­ir munn­leg­um mál­flutn­ingi til að koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi við full­trúa fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar og inn­lendra sam­keppn­is­yf­ir­valda.

Gíf­ur­leg sekt

„Kom­ist fram­kvæmda­stjórn­in að þeirri niður­stöðu, eft­ir að aðilar hafa nýtt rétt sinn til að verja sig, að næg­ar sann­an­ir séu fyr­ir broti get­ur hún ákv­arðað að stöðva um­rætt hátt­erni og sekt­ir allt að 10% af ár­legri veltu fyr­ir­tæk­is á heimsvísu,“ seg­ir í til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Sem fyrr seg­ir fam­leiða þessi sex fé­lög um 80% af öll­um laxi í heim­in­um, en heims­fram­leiðslan náði um það bil 2,8 millj­ón­ir tonna á síðasta ári. Sekt sem nem­ur 10% af veltu fé­lag­anna er því ef til vill gríðarlega há og er málið talið sögu­legt.

Tvö fé­lag­anna eiga meiri­hluta hluta­fjár í sitt hvoru eld­is­fyr­ir­tæk­inu hér á landi og eru bæði á Vest­fjörðum. Það er ann­ars veg­ar Mowi sem fer með 51,28% hlut í Arctic Fish og hins veg­ar SalM­ar sem fer með 52,48% í Arn­ar­laxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »