„Þetta er áfall fyrir okkur“

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, telur líklegt að loðna finnist …
Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, telur líklegt að loðna finnist í febrúar en að vertíðin verður lítil. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Fátt bendir til þess að loðnuvertíð verði í vetur þar sem lítið mældist af loðnu í vetrarleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Mikið er í húfi en hefðbundin loðnuvertíð gæti skilað 20 til 40 milljörðum í útflutningsverðmæti. Stefnt er að því að halda til mælinga á ný í febrúar, en lítil vertíð gæti þýtt að aðeins erlendum skipum verði úthlutað kvóta.

„Ég held að það finnist loðna“

„Það er auðvitað ekki gott að lítið hafi fundist, en í fyrra kom loðnugangan mjög seint. Ég held að það finnist loðna en það er vont þegar það gerist seint,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um niðurstöðu mælinga Hafrannsóknastofnunar 16. til 23. janúar.

„Það eru langmestar líkur á að þetta verði lítill kvóti og þá fer töluvert til annarra þjóða, sérstaklega til Norðmanna. Þetta er áfall fyrir okkur,“ segir Sigurgeir. Samkvæmt fiskveiðisamningum Íslendinga við Grænlendinga, Norðmenn og Færeyinga fara töluverðar heimildir til þessara ríkja, sérstaklega Norðmanna.

Það þarf því að gefa út loðnukvóta umfram tæp 39 þúsund tonn áður en Íslendingar byrja að fá hlutdeild í veiðunum. Bendir Sigurgeir þó á að einn samninganna sem um ræðir renni út síðar á þessu ári.

Ávallt viðbúin vertíð

Óháð því hvaða vísbendingar komu úr fyrri mælingum á loðnustofninum þarf alltaf að gera allt klárt fyrir vertíð, útskýrir hann, enda dýrt að geta ekki hafið veiðar um leið og færi gefst.

Spurður hvort loðnubrestur eða jafnvel það að vertíðin verði lítil hafi mikil áhrif, svarar hann því játandi.

„Auðvitað hefur þetta hellings áhrif. Áhrif á vaktir og þar með tekjur fólks. Þetta hefur mikil áhrif í öllum þeim sveitarfélögum þar sem loðnan er fyrirferðarmikil eins og í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Uppfært 25.01 klukkan 17:08: upphaflega sagði að Smugusamningurinn myndi renna út undir lok þessa árs, en það eru samningar um hlutdeildir ríkja í loðnuveiðum sem rennur út. Fréttin hefur verið uppfærð mwð tilliti til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka