Það sem af er ári hafa fiskimjölverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði tekið við tæplega 20 þúsund tonnum af kolmunna. Til Neskaupstaðar hafa borist um 9.700 tonn og til Seyðisfjarðar um 9.800 tonn, að því er fram kemur í færslu á vef útgerðarinnar.
„Hráefnið sem skipin hafa fært okkur hefur verið afar gott og þar af leiðandi eru afurðirnar í háum gæðaflokki,“ segir Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjanna, í færslunni.
Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, kveðst einnig ánægður með hráefnið. „Verksmiðjan hér hefur rúllað afskaplega vel. Við gerum ráð fyrir að þessari lotu kolmunnaveiðanna fari að ljúka en síðasta löndunin úr sambærilegri lotu í fyrra hjá okkur var 29. janúar.“
Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar voru í gær öll komin til löndunar, en dregið hefur úr kolmunnaveiðum vegna veðurs sem hefur verið mjög slæmt í færeysku lögsögunni þar sem veiðar fara fram.
Tókst Beiti NK að ná 320 tonna holi áður en haldið var til hafnar og kom skipið til Neskaupstaðar með tæplega 900 tonn í gær, en miðvikudag kom Barði NK þangað með 800 tonn. Börkur NK að landaði tæplega 1.800 tonnum á Seyðisfirði í gær.
Fleiri skip hafa hætt kolmunnaveiðum vegna veðurs og óvíst hvenær verður haldið til veiða á ný, en töluvert er eftir af ónýttum kvóta sem stendur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |