Eggert Skúlason
Ný og mjög lofandi tækni við hvalveiðar hefur verið í þróun hjá Hval hf. Byggir hún á raflosti og er talin virka það vel að hún geti jafnvel leyst sprengiskutulinn af hólmi.
Jón Gunnarsson fullyrðir að Hvalur hf hafi verið búinn að fjárfesta hundruð milljóna í verkefninu en matvælaráðherra hafi hafnað því að gera tilraunir með þessa aðferð. Jón veltir því fyrir sér hvort þar hafi ráðið för ótti um of góða útkomu. Hann segir rafloststæknina rúmast vel innan þess regluverks sem gildir um hvalveiðar.
Leyfi Hvals hf til veiða á langreyði rann út um áramót. Það var veitt til fimm ára og er nú útrunnið. Umsókn um endurnýjað leyfi mun að óbreyttu lenda inni á borði hjá formanni VG, Katrínu Jakobsdóttur, þar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er í veikindaleyfi.
Í Dagmálum Morgunblaðsins segir Jón, sem þekkir mjög vel til á þessu sviði, að forsagan sýni að þetta geti orðið ágreiningsmál í ríkisstjórnarsamstarfinu. Þó svo að „engar forsendur séu til annars en að leyfa veiðar áfram“, að hans sögn.
Einungis nokkrir mánuðir eru í næstu hvalveiðivertíð og þörf er á að ráða allt að 150 starfsmenn í tengslum við veiðarnar, standsetja verksmiðju og huga að skipum.
Jón Gunnarsson minnir á að atvinnufrelsi sé tryggt og varið í stjórnarskránni. Hugmyndir þingmanna um að Alþingi banni hvalveiðar standist ekki skoðun og kunni að vekja upp stóra skaðabótakröfu á hendur ríkissjóði.
Í broti úr þættinum hér að ofan ræðir Jón þessa stöðu. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |