Pólitísk refskák í grásleppumáli?

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins fullyrðir að meirihluti atvinnuveganefndar hafi …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins fullyrðir að meirihluti atvinnuveganefndar hafi flutt frumvarp um kvótasetningu fyrir matvælaráðherra til að fría VG ábyrgð á málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að brögðum sé nú beitt til að koma í veg fyrir að Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) beri ábyrgð á kvótasetningu grásleppuveiða vegna þess hve óvinsælt málið sé innan raða flokksins.

Frumvarpið um kvótasetningu grásleppuveiða var flutt af meirihluta atvinnuveganefndar á þriðjudag og er samhljóða frumvarpi sem matvælaráðherra kynnti á vorþingi á síðasta ári en fékkst ekki afgreitt fyrir þinglok.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður atvinnuveganefndar, viðurkenndi í ræðupúlti Alþingis á þriðjudag að meirihluti nefndarinnar hefði lagt frumvarp um kvótasetningu fram að beiðni matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, sem nú er í veikindaleyfi.

„Þetta er bara döpur staða. Það er sorglegt að horfa upp á að haldið sé áfram að kvótasetja auðlindirnar okkar eins og það hefur verið gert með fyrirheit um að það eigi að skila sér til samfélagsins, en það hefur ekki gerst,“ segir Inga innt álits á málinu.

Þaulskipulagt

Veikindi ráðherra hafa ekkert með það að gera hvernig málinu er teflt fram að sögn Ingu, sem segir Svandísi hafa getað lagt fram frumvarpið allt frá því að þing hófst síðasta haust. Fullyrðir hún að um sé að ræða þaulskipulagða aðgerð í þeim tilgangi að fría VG ábyrgð á innihaldi frumvarpsins.

„Það sjá það allir að þau eru ekki að fylgja stefnu síns flokks og að grásrótin sé óánægð með að þau hafi snúið frá sjávarútvegsstefnunni sinni. Þau voru oft búin að boða stefnu sem sneri að því að verja sjávarbyggðirnar og vernda það sem hægt væri að vernda úr því sem búið er að skemma. En svona fór nú það og nú á að kvótasetja eina ferðina enn,“ segir Inga.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 574,05 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 461,66 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 327,83 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Njörður BA 114 Landbeitt lína
Þorskur 1.645 kg
Ýsa 1.143 kg
Samtals 2.788 kg
18.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 3.399 kg
Ýsa 2.142 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 5.548 kg
18.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.391 kg
Þorskur 3.354 kg
Langa 72 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 9.828 kg
18.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 892 kg
Ýsa 824 kg
Skarkoli 790 kg
Sandkoli 31 kg
Þykkvalúra 29 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.11.24 574,05 kr/kg
Þorskur, slægður 17.11.24 557,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.11.24 461,66 kr/kg
Ýsa, slægð 17.11.24 382,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.11.24 115,50 kr/kg
Ufsi, slægður 17.11.24 317,14 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.11.24 327,83 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.24 Njörður BA 114 Landbeitt lína
Þorskur 1.645 kg
Ýsa 1.143 kg
Samtals 2.788 kg
18.11.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 3.399 kg
Ýsa 2.142 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 5.548 kg
18.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.391 kg
Þorskur 3.354 kg
Langa 72 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 9.828 kg
18.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 892 kg
Ýsa 824 kg
Skarkoli 790 kg
Sandkoli 31 kg
Þykkvalúra 29 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »