Sjómenn undirrita kjarasamning

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjómannasamband Íslands og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi undirrituðu í dag nýjan kjarasamning, en samningar hafa verið lausir frá árinu 2019. Nýr samningur var gerður í fyrra en felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.

Í tilkynningu frá Sjómannasambandinu kemur fram að samningaviðræður um nýjan samning hafi staðið yfir síðustu mánuði. Tekið hafi verið mið af þeim athugasemdum og gagnrýni sem komu fram í umræðum um samninginn sem var felldur í fyrra.

Nýi samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstunni, en rafræn atkvæðagreiðsla um hann hefst á hádegi 12. febrúar og lýkur föstudaginn 16. febrúar klukkan 15:00.

„Við erum núna í þeirri stöðu að vera með kjarasamning í höndunum sem við undirritum og fer í kynningu og  í atkvæðagreiðslu í framhaldinu hjá sjómönnum innan okkar félaga.  Að mínu mati er þetta góður samningur og við höfum náð að semja um flest þau atriði sem gagnrýnd voru í samningnum sem var felldur í fyrra.  Núna eru sjómenn í góðri stöðu til að samþykkja samning sem verður með binditíma í 5 ár og ég vonast eftir því að samningurinn verði samþykktur,“ er haft eftir Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins í tilkynningunni.

Binditími styttur um helming

Í nýja samningnum er binditími samningsins styttur úr 10 árum í 5 ár. Það felur í sér að sjómenn geta sagt samningnum upp eftir 5 ár og svo aftur eftir 7 ár. Fram kemur í tilkynningunni að um grundvallarbreytingu sé að ræða.

Þá er einnig tekið út að samningsbundinn gerðardómur leysi úr ágreiningi sem komið getur upp milli aðila, en í staðinn verði skipuð hlutlaus óvinhöll nefnd sem hafi það hlutverk. Ef ekki næst samkomulag um nefndarmenn eigi ríkissáttasemjari að koma að skipan nefndarmanna.

Þá er einnig gerð breyting í samningnum um að ísun yfir fiskikör sem fara í gáma til sölu erlendis sé ekki lengur á hendi skipverja nema í neyðartilvikum. Útgerðarmenn eiga að semja við löndunargengi á staðnum um að ísa yfir körin sem fara í gámana og eiga skipverjar frí við löndun. Ef sjómenn sjá um yfirísun sjálfir í neyðartilfellum fár þeir greidda yfirvinnu fyrir.

Þá er framlag í lífeyrissjóð hækkað úr 12% í 15,5%, líkt og í síðasta samningi.

Sjómenn fá 400.000 króna eingreiðslu frá útgerðarfyrirtækjum ef samningur verður samþykktur. Miðað er við 160 lögskráningardaga á síðasta ári. Þetta er viðbót frá fyrri samningi, en greiðslan kemur til greiðslu 1. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »