Hermann Nökkvi Gunnarsson
Fyrirtækið Ægir Sjávarfang í Grindavík hefur tekið 22 starfsmenn sína af launaskrá. Einhverjir starfsmenn eru nú komnir á launaúrræði á vegum ríkisins.
Þetta staðfestir Guðmundur P. Davíðsson, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs, í samtali við mbl.is.
Ekki er búið að rifta starfssamningi við starfsmennina og því er hægt að fá þá til baka ef fyrirtækinu verður leyft að stunda starfsemi í Grindavík, að sögn Guðmundar.
Guðmundur segir að hingað til hafi ríkt ákveðið stjórnleysi varðandi aðgangsstýringu fyrirtækja í bæinn.
„Það hefur verið lítið frumkvæði af hálfu stjórnvalda að hafa samband við þá sem eiga hagsmuna að gæta í Grindavík, eða láta þá vita yfir höfuð hvað er að gerast,“ segir Guðmundur.
Hann kallar eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum og bæjarfélaginu um hvað skuli gera næst.
„Ætla menn að hafa áfram fyrirtækjarekstur í Grindavík eða ekki?“ spyr Guðmundur.
Í samtali við blaðamann rekur hann sögu eldvirkninnar að undanförnu og segir að ef menn ætli að lifa við þetta ástand þá þurfi að ákveða hvernig leikreglurnar eigi að vera fyrir fyrirtækin.
„Það er verið að tala um að það séu 144 fyrirtæki skráð í Grindavík, með fimm milljóna króna veltu eða meira,“ segir Guðmundur.
„Þau velta yfir 80 milljörðum í Grindavík og það þarf að fara að búa til umgjörð eða ákveða hvað á að gera.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 209,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 773 kg |
Þorskur | 257 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 7 kg |
Sandkoli | 6 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 1.092 kg |
22.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 44 kg |
Þorskur | 23 kg |
Karfi | 12 kg |
Ýsa | 7 kg |
Samtals | 86 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 209,66 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 76,84 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 108 kg |
Ýsa | 35 kg |
Steinbítur | 26 kg |
Sandkoli | 14 kg |
Samtals | 183 kg |
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 773 kg |
Þorskur | 257 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 10 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 7 kg |
Sandkoli | 6 kg |
Hlýri | 5 kg |
Samtals | 1.092 kg |
22.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 44 kg |
Þorskur | 23 kg |
Karfi | 12 kg |
Ýsa | 7 kg |
Samtals | 86 kg |