Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Maðurinn náðist aftur um borð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Fram kemur að Herjólfur hafi verið á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Ferðin var notuð til að æfa notkun léttabátsins.
Þegar maðurinn féll útbyrðis var björgunarskipið Þór kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í Vestmannaeyjum, til móts við Herjólf og léttabátinn.
Í tilkynningunni segir að þegar Þór kom á staðinn, nokkrum mínútum eftir útkall, höfðu þeir tveir sem voru um borð í léttabátnum náð félaga sínum sem féll útbyrðis aftur um borð.
Áhöfninni tókst einnig að slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Engin hætta var því lengur á ferðum.
„Áhöfn léttabátsins var tekin um borð í Þór og áhöfnin kom toglínu í léttabátinn. Þór hélt svo með léttabátinn í togi til hafnar í Vestmannaeyjum. Þeir þrír sem voru um borð í léttabátnum voru fluttir með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, að eigin ósk.“
Að lokum segir í tilkynningunni að gott veður og sjólag hafi verið á staðnum og aðgerðir gengið vel. Þór var lagstur að bryggju og verkefni lokið um 45 mínútum eftir að lagt var úr höfn.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 576,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 335,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 186,62 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,18 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 7.014 kg |
Þorskur | 3.517 kg |
Langa | 108 kg |
Steinbítur | 89 kg |
Hlýri | 7 kg |
Samtals | 10.735 kg |
8.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.263 kg |
Ýsa | 3.557 kg |
Hlýri | 46 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 7.874 kg |
8.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 216 kg |
Steinbítur | 35 kg |
Ýsa | 19 kg |
Langa | 1 kg |
Samtals | 271 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 576,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 335,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 186,62 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,18 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 7.014 kg |
Þorskur | 3.517 kg |
Langa | 108 kg |
Steinbítur | 89 kg |
Hlýri | 7 kg |
Samtals | 10.735 kg |
8.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.263 kg |
Ýsa | 3.557 kg |
Hlýri | 46 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 7.874 kg |
8.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 216 kg |
Steinbítur | 35 kg |
Ýsa | 19 kg |
Langa | 1 kg |
Samtals | 271 kg |