Lengsti kjarasamningur Íslandssögunnar

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er ánægður með nýjan kjarasamning …
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er ánægður með nýjan kjarasamning sem hlaut afgerandi meirihluta í atkvæðagreiðslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er mjög góð til­finn­ing, að vera með samþykkt­an samn­ing á bak­inu – ekki felld­an eins og í fyrra,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, en sjó­menn samþykktu kjara­samn­ing sinn með tæp­um 63 pró­sent­um at­kvæða í tæp­lega 54 pró­senta kjör­sókn og gild­ir ný­samþykkt­ur samn­ing­ur frá ára­mót­um.

Aðspurður kveðst Val­mund­ur hafa bú­ist við samþykkt samn­ings­ins fyr­ir fram en ekki að hún yrði svo af­ger­andi sem raun ber vitni. Kveður hann kjör­sókn­ina svipaða og verið hafi síðustu ár í at­kvæðagreiðslum sam­bands­ins.

Samn­ings­tím­inn er níu ár og ját­ar Val­mund­ur spurn­ingu blaðamanns um hvort þar sé kom­inn lengsti kjara­samn­ing­ur Íslands­sög­unn­ar í gild­is­tíma talið. „Já, ef hann verður í gildi í níu ár verður hann það ör­ugg­lega,“ seg­ir formaður­inn, en samn­ingn­um má segja upp eft­ir fimm ár, aft­ur eft­ir sjö ár og svo ár­lega eft­ir það.

Sjó­menn nú með sömu líf­eyr­is­rétt­indi og aðrir

Val­mund­ur vill færa sjó­mönn­um kær­ar þakk­ir auk þeirra sem unnu með sam­band­inu að samn­ings­gerðinni. „Þetta er al­veg frá­bært og sjó­menn eru núna að tryggja sér til framtíðar það sem aðrir hafa haft lengi, til dæm­is líf­eyr­is­sjóðinn,“ seg­ir Val­mund­ur og er beðinn að tí­unda höfuðatriði samn­ings­ins.

„Ja, við get­um sagt það að nú eru sjó­menn komn­ir með sömu líf­eyr­is­rétt­indi og aðrir lands­menn auk þess sem veik­inda­rétt­ur­inn er styrkt­ur veru­lega hjá sjó­mönn­um sem eru í skiptimanna­kerf­un­um, við erum að tryggja þeim fjóra mánuði á sam­felld­um hlut,“ seg­ir Val­mund­ur frá.

Annað atriði samn­ings­ins, sem hann seg­ir í raun ekki marga vita af, er breyt­ing á stærðarmæl­ing­um skipa til að máta þau inn í kjara­samn­ing­inn. „Það hef­ur verið gert í brúttó­rúm­lest­um hingað til en sú mæliein­ing er ekki leng­ur til svo við mæl­um núna í lengd­ar­metr­um skip­anna. Þá geng­ur mun bet­ur að stilla skip­un­um inn í samn­ing­inn og ákv­arða á hvaða skipta­kjör­um menn eiga að vera,“ út­skýr­ir formaður­inn.

Kostnaðar­hlut­deild hverf­ur á braut

Þá nefn­ir hann að sjó­menn séu laus­ir við hlut­deild í ol­íu­kostnaði og sé það gert með svo­kallaðri núllaðgerð. „Nú erum við laus­ir við allt sem heit­ir kostnaðar­hlut­deild og þurf­um ekk­ert að hugsa um það meira, nú geta sjó­menn sótt beint á eina skipta­pró­sentu í staðinn fyr­ir tvær ef menn vilja það,“ seg­ir Val­mund­ur og bæt­ir því við að nýtt kerfi horfi til mik­ill­ar ein­föld­un­ar.

Kaup­trygg­ing sjó­manna hækk­ar um 130.000 krón­ur og fer þar með í 454.000 króna lág­marks­laun og tíma­kaupið hækk­ar til jafns við það hlut­falls­lega hjá þeim sem vinna á tíma­kaupi. „Það var löngu kom­inn tími á að hækka þetta, föstu launaliðirn­ir hafa ekki hækkað síðan 2019,“ seg­ir Val­mund­ur.

Launa­hækk­an­ir á samn­ings­tíma­bil­inu, það er fast­ir kaupliðir, fylgja taxta Starfs­greina­sam­bands­ins. „Við erum bein­tengd­ir við Starfs­greina­sam­bandið með hækk­an­ir þar og þurf­um ekki að semja um þær,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »