Íslandsmet er sagt hafa verið slegið á Eskifirði á sunnudag þegar færeyska uppsjávarskipið Christian í Grótinum landaði á sunnudaginn 3.653 tonnum af kolmunna úr einni veiðiferð. Er þetta talið stærsti farmur sem fiskiskip hefur landað í íslenskri höfn og jafnframt sá stærsti sem Christian í Grótinum hefur komið með í einni veiðiferð.
Fram kemur í færslu á Facebook-síðu Eskju að aflinn hafi verið við vigtun nákvæmlega 3.652.803 kíló og fyllti hann alla hráefnistanka Eskju af kolmunna.
Færði Eskja í tilefni þessa merka áfanga áhöfn skipsins myndarlega köku.
Fram kemur að löndunin hafi gengið vel en það tók innan við sólarhring að landa aflanum, segir í færslunni.
Skipið, Christian í Grótinum er eitt það allra stærsta og fullkomnasta uppsjávarskip sem til er og var byggt 2022 í Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku og er 83,5 metrar að lengd og 17 metrar á breidd.
Að þessum risafarmi Christians meðtöldum hefur Eskja tekið á móti 28 þúsund tonnum af kolmunna frá áramótum. Þar af er helmingur hráefnisins keyptur af færeyskum og norskum skipum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 576,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 335,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 186,62 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,18 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 7.014 kg |
Þorskur | 3.517 kg |
Langa | 108 kg |
Steinbítur | 89 kg |
Hlýri | 7 kg |
Samtals | 10.735 kg |
8.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.263 kg |
Ýsa | 3.557 kg |
Hlýri | 46 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 7.874 kg |
8.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 216 kg |
Steinbítur | 35 kg |
Ýsa | 19 kg |
Langa | 1 kg |
Samtals | 271 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 8.11.24 | 576,88 kr/kg |
Þorskur, slægður | 8.11.24 | 507,64 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 8.11.24 | 335,58 kr/kg |
Ýsa, slægð | 8.11.24 | 231,56 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 8.11.24 | 186,62 kr/kg |
Ufsi, slægður | 8.11.24 | 247,32 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 8.11.24 | 247,18 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
8.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Ýsa | 7.014 kg |
Þorskur | 3.517 kg |
Langa | 108 kg |
Steinbítur | 89 kg |
Hlýri | 7 kg |
Samtals | 10.735 kg |
8.11.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.263 kg |
Ýsa | 3.557 kg |
Hlýri | 46 kg |
Steinbítur | 7 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 7.874 kg |
8.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 216 kg |
Steinbítur | 35 kg |
Ýsa | 19 kg |
Langa | 1 kg |
Samtals | 271 kg |