Lokun Skápsins tvímælalaust að skila sér

Karl Sveinsson er mikill reynslubolti og þekkir greinina út og …
Karl Sveinsson er mikill reynslubolti og þekkir greinina út og inn, en hann hefur rekið Fiskverkun Kalla Sveins frá árinu 1986 og gerir út bátana Emil NS og Tona NS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2024 hefur farið vel af stað hjá útgerð Karls Sveinssonar á Borgarfirði eystri. Aflabrögðin hafa verið góð og stór þorskur enn á miðunum, og tengist það líklega stöðvun togaraveiða innan 12 mílna að sögn hans.

„Árið hefur nú oft byrjað verr. Vel hefur gengið í janúar en það hefur verið bræla í að verða hálfan mánuð, en það hefur komið fyrir undanfarna vetur að við höfum ekki komist á sjó í sex vikur. Nú hefur oftast verið hægt að róa í hverri viku,“ segir Karl í viðtali í febrúarblaði 200 mílna. Hann gerir út línubátana Tona NS-20 og Emil NS-5.

Fisverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri.
Fisverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri.

Vetrarvertíðin er þó aðeins óvanaleg að þessu sinni þar sem hefðbundið er að stóri þorskurinn, fiskur sem er átta kíló eða stærri, hverfur af miðunum í enda október eða byrjun nóvember. „Núna eru um 20 til 30 prósent af fiskinum átta kíló eða stærri. Það er mjög óvanalegt að stóri fiskurinn skuli ekki yfirgefa okkur og eins líka ýsan, því það eru ekki ægilega mörg ár síðan hún hvarf við áramótin og sást ekki fyrr en um sumar.“

Hvað ætli skýri það að fiskurinn er enn á miðunum?

„Það gæti verið að það sé eitthvað með sjávarhita sem ræður því, en svo skulum við ekki gleyma því að okkur tókst að loka Skápnum – það var opið hérna inn á sex mílur fyrir togaraskrattana. Þetta er tvímælalaust að skila sér, það er ekki nokkur vafi á því. Þeir voru hérna skarkandi alveg á sex mílur austur úr Glettingi og norður á Flóa, en nú eru þetta 12 mílur og það munar um það að friða svæðið fyrir innan,“ svarar Karl.

Viðtalið við Karl má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »