Telja dílamjóra hrygna í hreiður

Dílamjóri og rækja. Talið er að fiskurinn hrygni í einskonar …
Dílamjóri og rækja. Talið er að fiskurinn hrygni í einskonar hreiður. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Arnar Björnsson

Vísindamenn segjast hafa uppgötvað að dílamjórinn hrygni eggjum sínum í hreiður og að lirfurnar dvelji í hreiðrinu í einhvern tíma áður en þær dreifast á stærra hafsvæði. Er þessi ályktun dregin á grundvelli þess að 727 lirfur dílamjórans fundust í meltingarvegi hlýra sem veiddist í marsralli Hafrannsóknastofnunar á síðasta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í vísindagrein sem birt var nýverið í vísindatímaritinu Journal of Fish Biology er sagt frá því að allar dílamjóralirfurnar sem fundust í meltingarvegi 720 gramma hlýra hafi verið jafn mikið meltar. Því hafi verið ályktað að hlýrinn hafi náð lirfunum á sama tíma sem bendir til þess að lirfurnar dvelji á sama stað eftir að þær klekjast úr eggjunum.

Veiðistaðir hlýra (grænu hringirnir), dílamjóra (rauðir hringir) og þar sem …
Veiðistaðir hlýra (grænu hringirnir), dílamjóra (rauðir hringir) og þar sem þessar tegundir veiddust saman (dökkrauðir hringir), í vorralli Hafrannsóknarstofnunar 2023; svörtu krossarnir sýna stöðar þar sem hvorug þessara tegunda veiddist og guli hringurinn stöðina þar sem hlýrinn með dílamjóralirfunum í maganum veiddist. Skjáskot/Journal of Fish Biology

Rannsóknin sem vísindagreinin vísar til sýndi einnig fram á afrán hlýra á eggjum og lirfum fiska. „Lítið er vitað um fæðunám hlýra og hve mikið afrán hans er á eggjum og lirfum annarra fiska. Mjórar eru algengir í Norður-Atlantshafi og þáttur þeirra í vistkerfi þess vanmetinn, en rannsóknir á þeim eru fáar. Hreiður mjóra eru afrænd af hlýra og væntanlega öðrum fiskum líka, þannig að upplýsingar um hrygningarsvæði þeirra myndu hjálpa til við að rannsaka dreifingu og fæðunám afræningja þeirra,“ segir um rannsóknina á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þrír sérfræðingar sem starfa hjá Hafrannsóknastofnun framkvæmdu rannsóknina, þau James Kennedy, Ásgeir Gunnarsson og Christophe Pampoulie. Einnig átti Rupert Wienerroither frá hafrannsóknastofnun Noregs (Havforskningsinstituttet) þátt í rannsókninni.

Fleiri en 700 dílamjóralirfur fundust í meltingarvegi hlýrans.
Fleiri en 700 dílamjóralirfur fundust í meltingarvegi hlýrans. Skjáskot/Journal of Fish Biology

Lifir djúpt á leirbotni

Við Ísland fannst dílamjóri fyrst árið 1902 á 550 m dýpi undan Austfjörðum, fiskimið sem síðar fengu nafnið Rauðatorgið, að því er fram kemur um tegundina á vef HAfrannsóknastofnunar.

Um er að ræða botnfisk sem lifir á leirbotni á 150 til 1.200 metra dýpi í köldum sjó (innan við 5 gráður) og er fæðan nær eingöngu slöngustjörnur. Tegundina má finna undan Norðvestur-, Norður- og Austurlandi en hans verður einnig vart djúpt undan Suðausturlandi suður á Íslands-Færeyjahrygg og í Berufjarðarál og undan Vesturlandi.

Heimkynni dílamjóra auk Íslandsmiða eru við Færeyjar og í Noregs-Hjaltlandshallanum, norður með strönd Noregs yfir í suðurhluta Barentshafs. Einnig við Austur- og Suðvestur- Grænland og Nýfundnaland og enn lengra suður með strönd Norður-Ameríku.

Dílamjóri
Dílamjóri Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.12.24 534,99 kr/kg
Þorskur, slægður 20.12.24 714,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.12.24 303,74 kr/kg
Ýsa, slægð 20.12.24 187,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.12.24 10,95 kr/kg
Ufsi, slægður 20.12.24 112,85 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.12.24 67,60 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka