Hagnaður Brims dróst saman um 20%

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir ársreikning Brims sýna styrkleika fjölbreytts …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir ársreikning Brims sýna styrkleika fjölbreytts rekstrus þar sem góður gangur í uppsjávarafurðum hafi vegið á móti lakari gengi í botnfiskafurðum. mbl.is/Hallur Már

Brim hf. hagnaðist um 62,9 milljónir evra á síðasta ári, jafnvirði 9,4 milljarða króna. Er þetta um 20% minni hagnaður árið 2022 þegar hann nam 79,3 milljónir evra. Heildareignir félagsins jukust um sjö milljónir evra milli ára og enduðu í 949,7 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 142 milljarða íslenskra króna.

Þetta má lesa í tilkynningu í tilefni af ársreikningi Brims sem birtur var fyrir helgi.

Leggur stjórn félagsins til að aðalfundur Brims, sem haldinn er 21. mars, samþykki arðgreiðslu til hluthafa sem nemur tveimur krónum á hlut, eða 3,8 milljarða króna.

Stefnt er að því að greiða 3,8 milljarða í arð …
Stefnt er að því að greiða 3,8 milljarða í arð til hluthafa Brims. mbl.is/​Hari

Lægri framlegð botnfisksviðs

Á vef Brims segir að „rekstur botnfisksviðs á árinu skilaði lægri framlegð en undanfarin tvö ár einkum vegna aðstæðna á mörkuðum þar sem þrýstingur var á afurðaverð.  Verð á sjófrystum þorskafurðum lækkuðu einna mest en verð á landunnum afurðum hélst nokkuð stöðugt. Nokkrar breytingar urðu í úthlutun á aflaheimildum kvótaárið 2023/2024.“

Þá segir að vel hafi gengið í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks árið 2023. „Vel gekk að selja loðnuhrygnu en það hægði töluvert á loðnuhrognasölu og einnig varð töluverð verðlækkun á loðnuhrognum vegna mikillar framleiðslu. Hægar gekk að selja loðnuhæng en áætlað var vegna ástands á landamærum Póllands og Úkraínu. Sala á makrílafurðum gekk vel og voru verð sambærileg milli ára 2022 og 2023. Mikil eftirspurn var eftir síldarafurðum og voru verð hærri en árið áður. Markaðir fyrir mjöl og lýsisafurðir voru mjög sterkir og afurðaverð góð.“

Við árslok 2023 voru skip Brims tíu talsins og nam afli skipanna 44 þúsund tonnum af botnfiski og 165 þúsund tonnum af uppsjávarfiski sem er um þúsund tonnum meira í báðum tegundaflokkum en skipin veiddu 2022.

Í apríl var gengið frá viðskiptum vegna kaupa Brims á 50% eignarhlut í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S (PSD). PSD er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. KAupverðið var um 12 milljarðar íslenskra króna.

Óvænt veiðibann

„Rekstur Brims var traustur á árinu 2023 þó gengið hafi á með skini og skúrum í starfsemi félagins.  Heimildir til veiða jukust á sumum fisktegundum en minnkuðu á öðrum og hurfu jafnvel eins og á djúpkarfa en þær veiðar voru skyndilega bannaðar eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á okkar erlendu mörkuðum eru aðstæður misjafnar. Sumstaðar eru háð stríð og stjórnarfar er ótryggt og víða geisar verðbólga sem hefur margvísleg áhrif á viðskiptavini okkar,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims í tilkynningunni.

Hafi á árinu komið í ljós sá styrkur sem felst í fjölbreyttum rekstri, að sögn hans, þar sem afkoma uppsjávarsviðs var góð á meðan rekstur botnfisksviðsins var erfiðari.

„Óvissan í rekstri á sjávarútvegsfyrirtæki er margvísleg ekki síst þegar stríð geisa nærri mörkuðum okkar í Evrópu og heimsbyggðin öll glímir við verðhækkanir og verðbólgu. Hér á landi bætir síðan í alla óvissu þegar stjórnsýsla og stjórnvöld boða ítrekað breytingar á forsendum í rekstri greinarinnar og þeirri umgjörð sem fyrirtækin hafa lagað sig að í áratugi. Öll hagnýting auðlinda kallar á langtímahugsun og fjárfestingar sem borga sig upp á áratugum. Stöðugleiki skapar forsendur fyrir aukinni arðsemi,“ segir Guðmundur

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »