Stofnendur Samherja eignast Optimar

Optimar er nú að fullu í eigu samstæðu Kaldbaks sem …
Optimar er nú að fullu í eigu samstæðu Kaldbaks sem er fjárfestingafélag stofnenda Samherja og fjölskyldna þeirra. Ljósmynd/Optimar

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu Optimar International AS (Optimar) af þýska eignarhaldsfélaginu Franz Haniel & Cie. GmbH (Haniel), að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Ekki er upplýst um kaupverð.

Optimar er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á sjálfvirkum fiskvinnslukerfum til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi, en Kaldbakur er fjárfestingafélag í eigu tveggja stofnenda Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, og fjölskyldum þeirra.

Optimar framleiðir hátæknilausnir fyrir fiskvinnslur á landi og um borð …
Optimar framleiðir hátæknilausnir fyrir fiskvinnslur á landi og um borð í skip. Ljósmynd/Optimar

Optimar hefur höfuðstöðvar í Álasundi í Noregi og hefur starfsstöðvar auk Noregs, á Spáni, í Rúmeníu og Bandaríkjunum, en fyrirtækið þjónustar viðskiptavini í fleiri en 30 ríkjum. Fram kemur að ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri Optimar.

„Optimar er traustur þjónustuaðili við sjávarútveginn á heimsvísu. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptasamböndum. Við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þessi fjárfesting mun skapa, bæði fyrir Optimar og fyrir önnur fyrirtæki í okkar eigu,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, í tilkynningunni.

Eiríkur S. Jóhannsson var um nokkurt skeið framkvæmdastjóri Slippsins AKureyri, …
Eiríkur S. Jóhannsson var um nokkurt skeið framkvæmdastjóri Slippsins AKureyri, en er nú framkvæmdastjóri Kaldbaks ehf. Ljósmynd/Slippurinn

Aðskilið fjárfestingafélag

Kaldbakur ehf. var að fullu aðskilið frá Samherja árið 2022 og tók þá fékagið yfir eignir sem Samherji hafði eignast í gegnum árin en voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Meðal eigna Kaldbaks eru hlutabréf í REM Offshore AS, Högum hf., Slippnum Akureyri ehf., Jarðborunum hf., Sjóvá hf. og Bergfrost P/F.

Meginmarkmið Kaldbaks er sagt í tilkynningunni vera að „skapa langtímaverðmæti með virku eignarhaldi. Kaldbakur státar af margþættum eignagrunni í atvinnugreinum sem spanna sjávarútveg, orku, matvælavinnslu og smásöluiðnað sem endurspeglar stefnu um fjölbreytni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 399,17 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 347,13 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,51 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Samtals 55 kg
18.7.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 21 kg
Steinbítur 9 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 34 kg
18.7.24 Bobby 20 ÍS 380 Sjóstöng
Þorskur 23 kg
Samtals 23 kg
18.7.24 Bobby 10 ÍS 370 Sjóstöng
Þorskur 129 kg
Samtals 129 kg
18.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 108 kg
Steinbítur 65 kg
Samtals 173 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.7.24 399,17 kr/kg
Þorskur, slægður 17.7.24 352,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.7.24 347,13 kr/kg
Ýsa, slægð 17.7.24 154,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.7.24 161,51 kr/kg
Ufsi, slægður 17.7.24 214,63 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 17.7.24 262,52 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.7.24 Bobby 11 ÍS 371 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Samtals 55 kg
18.7.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 21 kg
Steinbítur 9 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 34 kg
18.7.24 Bobby 20 ÍS 380 Sjóstöng
Þorskur 23 kg
Samtals 23 kg
18.7.24 Bobby 10 ÍS 370 Sjóstöng
Þorskur 129 kg
Samtals 129 kg
18.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 108 kg
Steinbítur 65 kg
Samtals 173 kg

Skoða allar landanir »