Fiskistofa hefur svipt þrjá báta veiðileyfi tímabundið frá áramótum og er ástæðan brottkast í öllum tilvikum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
Var Fálkatindur NS-99 sviptur leyfi til veiða í fjórtán daga frá útgáfu næsta leyfis til grásleppuveiða, en bátarnir Hrönn NS-50 og Skáley SH-300 voru sviptir leyfi til strandveiða í eina viku. Er þetta önnur veiðileyfissvipting Fálkatinds og Hrannar á undanförnum tveimur árum.
Brot Fálkatinds sneru að þessu sinni að brottkasti á aðeins sex fiskum 5. maí 2023 þegar báturinn var á grásleppuveiðum, en brotið átti sér stað áður en ítrekunaráhrif fyrri veiðileyfissviptingar runnu út. „Að mati Fiskistofu eru ítrekunartengsl brota í fyrri ákvörðun og því málið sem nú er til meðferðar fullnægjandi, enda um sams konar brot að ræða,“ segir í ákvörðun Fiskistofu.
Hinn 30. mars 2022 hafði áhöfnin verið staðin að brottkasti á 16 þorskum er báturinn var á grálseppuveiðum, en ítrekunaráhrif ákvarðana Fiskistofu gilda í tvö ár. Var Fálkatindur þá sviptur veiðileyfi í viku frá og með upphafsdegi veiðitímabils grásleppuveiða árið 2023.
Hrönn var veiðileyfissvipt í byrjun febrúar fyrir brottkast á aðeins fimm þorskum 3. maí 2023. „Að mati Fiskistofu er um bein ásetningsbrot skipstjóra að ræða og brotin því ámælisverð þó þau teljist ekki meiriháttar,“ segir í ákvörðun stofnunarinnar.
Síðast var Hrönn veiðileyfissvipt 2023 en þá í eina viku, frá 19. júní til og með 25. júní vegna tveggja mála. Annars vegar vegna brottkasts á 14 þorskum og einum skarkola 25. mars 2023 og 26 þorskum og þremur skarkolum 28. mars sama ár.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 714,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |