7,5 milljarða nýsmíði bættist í flota DFFU

Berlin NC-107 var afhentur í gær. Um borð eru tæki …
Berlin NC-107 var afhentur í gær. Um borð eru tæki og lausnir af nýjustu gerð og er stefnt að því að 100% aflans verði nýttur, aðeins beinum verður fargað í sjó. Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Þýska út­gerðin Deutsche Fischfang-Uni­on (DFFU), sem er í eigu Öldu Sea­food sem tók yfir er­lenda starf­semi Sam­herja 2022 , fékk í gær af­hent­an nýj­an tog­ara í Bratt­våg í Nor­egi. Ný­smíðin hef­ur fengið nafnið Berl­in NC-107 og var smíðaður af norsku skipa­smíðastöðinni Vard, en skipið fær form­lega nafn sitt við hátíðlega at­höfn í Cuxhaven 24. maí.

Samið var við Vard um smíði skips­ins í apríl 2022 og nam kostnaður um 50 millj­ón­um evra, jafn­v­irði 7,5 millj­arða króna. Er því með af­hend­ing­unni tveggja ára hönn­un­ar- og smíðaferli lokið.

Um borð er að finna „háþróaða tækni og ný­stár­leg­ar lausn­ir sem eru sér­sniðnar fyr­ir vinnslu um borð. Að auki hef­ur öll áhafn­araðstaða verið hönnuð til að auka vellíðan áhafn­ar­inn­ar, með áherslu á vinnu­um­hverfi, dags­birtu og hljóðein­angr­un,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Haldið verður í fyrsta próf­ana­túr með áhöfn í dag.

Gunnar Eik hjá skipasmíðastöðinni Vard og Baldvin Þorsteinsson framkvæmdastjóri DFFU.
Gunn­ar Eik hjá skipa­smíðastöðinni Vard og Bald­vin Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri DFFU. Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len

Bætt eldsneyt­is­notk­un

Aðal­vél­in er frá Ber­gen Eng­ines AS og skil­ar skil­ar hún 5.400 kW auk þess sem er 2.500 kW skaftra­fall. Hjálp­ar­vél frá Ca­terpill­ar býður upp á 1.785 kW.

„Aðal­vél­in há­mark­ar eldsneyt­is­notk­un með still­an­leg­um snún­ingi á mín­útu og breyti­leg­um ventla­tíma (VVT), sem eyk­ur eldsneyt­isnýt­ingu á mis­mun­andi álagi. Þessi nálg­un bygg­ir þekkt­um aðferðum og sýn­ir áfram­hald­andi skuld­bind­ingu DFFU til að bæta eldsneyt­isnýt­ingu og stuðla að víðtæk­ari um­hverf­is­ábyrgð og sjálf­bær­um starfs­hátt­um iðnaðar­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Brúin á Berlin NC er búin tækjum af nýjustu gerð.
Brú­in á Berl­in NC er búin tækj­um af nýj­ustu gerð. Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len

Full­hlaðið vinnslu­dekk

Þá seg­ir að tog­ar­inn Berl­in sé bú­inn nýj­ustu tækni á háþróuðu vinnsluþilfari þar sem hönn­un­in snýr að því að nýta allt það hrá­efni sem skipið veiðir á sem hag­kvæm­ast­an hátt. Optim­ar hef­ur sett upp vinnslu­lín­una.

Á dög­un­um var til­kynnt að fé­lag í eigu tveggja stofn­enda Sam­herja og fjöl­skyldna þeirra (Kald­bak­ur ehf.) til­kynnti ný­verið að það hefði fest kaup á öllu hluta­fé í Optim­ar.

Um borð eru tveir haus­ar­ar frá Vélfagi á Ak­ur­eyri auk tveggja flök­un­ar­véla, önn­ur frá Vélfagi en hin frá norska fé­lag­inu Brei­vik AS. Vatns­skurðar­vél frá Mar­el sér um að fjar­lægja öll bein úr flök­um og get­ur skorið flök í skammta, hrygg og skott, allt eft­ir þörf­um markaðar­ins. Auk þess eru vöru­flokk­ar­ar frá Mar­el og Slippn­um Ak­ur­eyri og hakkvél frá þýska fram­leiðand­an­um Sepa­matic.

Áhersla í rekstri tog­ar­ans verður vinnsla á hvít­fisk­flök­um úr teg­und­um sem þorski, ýsu og ufsa, en einnig er gert ráð fyr­ir að hann geti verið gerður út á rækju. Um borð er vinnslu­lína fyr­ir rækju með flokk­ara frá Style og tveir suðupott­ar frá Car­soe sem og hraðfrysti­tæki (Indi­vidual Quick Freez­ing) sem skil­ar frystri rækju sem er til­bú­in til neyslu.

Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len

Full nýt­ing hrá­efn­is

Stefnt er að því að fram­leiða bein­laust hakk úr haus­um og innefl­um sem nýtt verður í fóður­fram­leiðslu, en slíkt get­ur líka verið fram­leitt til mann­eld­is en þá úr frosn­um hryggj­um og af­sk­urði.

Um borð eru ílát­stank­ar til að tryggja fulla nýt­ingu á líf­mass­an­um úr hverj­um afla. Eng­um úr­gangi frá fram­leiðslu verður losað í sjó, nema bein. Roð verður fryst og nýtt til dæm­is við fram­leiðslu á kolla­geni fyr­ir fæðubót­ar­efni og snyrti­vör­ur.

Vinnsludekkið er hannað og þróað með markmið um fullnýtingu aflans.
Vinnslu­dekkið er hannað og þróað með mark­mið um full­nýt­ingu afl­ans. Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len

Sig­urður og Teit­ur verða skip­stjór­ar

DFFU er rekið frá Cuxhaven í Þýskalandi og verður Berl­in gerður út þaðan, en skip­stjór­ar um borð verða Íslend­ing­arn­ir Sig­urður Óli Kristjáns­son og Teit­ur Björg­vins­son.

„Auk­in fram­leiðslu­geta er spenn­andi og nýju vél­arn­ar auka sveigj­an­leika í rekstri. Frá sjón­ar­hóli áhafn­ar­inn­ar er upp­fært vinnu­um­hverfi mik­il fram­för þar sem auk­in sjálf­virkni dreg­ur úr þörf fyr­ir hand­virk verk­efni. Önnur stór breyt­ing fyr­ir áhöfn­ina er betra hús­næði. Áhafn­ar­rým­in hafa verið hönnuð til að há­marka dags­birtu og hef­ur sér­stak­lega verið hugað að því að tryggja heil­brigða hljóðvist í verk­smiðjunni um borð. Meg­in­mark­miðið hér er að auka þæg­indi fyr­ir áhafn­ar­meðlimi. Sem skip­stjór­ar ger­um við okk­ur fulla grein fyr­ir mik­il­vægi þetta í löng­um sjó­ferðum,“ er haft eft­ir skip­stjór­un­um í til­kynn­ing­unni.

Áhöfninni getur liðið vel með slíkar vistarverur.
Áhöfn­inni get­ur liðið vel með slík­ar vist­ar­ver­ur. Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len


Lyk­il­atriði fyr­ir út­gerðina

„Af­hend­ing Berl­in NC 107 er lyk­il­atriði fyr­ir DFFU og Vard hef­ur unnið frá­bært starf. Í gegn­um árin hef­ur Vard smíðað fleiri tækni­lega háþróuð skip, sem öll upp­fylla ströngustu kröf­ur til hand­verks og ný­sköp­un. Berl­in NC 107 er út­bú­inn háþróuðum tækni­lausn­um frá traust­um sam­starfsaðilum okk­ar,“ segja Bald­vin Þor­steins­son og Samu­el Rodrigu­ez, fram­kvæmda­stjór­ar DFFU.

Bald­vin hóf að leiða evr­ópska út­gerðar­starf­semi Sam­herja árið 2021 og tók hann við af Har­aldi Grét­ars­syni.

„Ein mik­il­væg breyt­ing með þessu nýja skipi er vinnslu­geta þess og mögu­leiki til rækju­veiða sem stækk­ar vöru­úr­valið sem fram­leitt er um borð. Fram­leiðsla á hvít­fiski er af nýj­ustu gerð með nýj­um búnaði sem eyk­ur mögu­leika í fram­leiðslu og stækk­ar vöru­úr­val okk­ar. Tækn­in og búnaður­inn um borð mun gera okk­ur kleift að koma 100% afl­ans í land. Þetta styður við mark­mið okk­ar um aukna verðmæta­sköp­un á sjó og er í sam­ræmi við stefnu okk­ar um sjálf­bærni,“ segja þeir Bald­vin og Samu­el.

Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len
Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len
Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len
Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len
Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len
Ljós­mynd/​DFFU/​Krist­in Stoy­len

Upp­fært kl: 9:46: Fyrst sagði að um­rætt skip hafi bæst í flota er­lendr­ar út­gerðar Sam­herja, en rétt er að út­gerðar­starf­semi fé­lags­ins í Evr­ópu var aðskil­in frá rekstri Sam­herja árið 2022. Frétt­in hef­ur verið upp­færð með til­liti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 2.508 kg
Þorskur 2.212 kg
Steinbítur 187 kg
Hlýri 17 kg
Keila 15 kg
Samtals 4.939 kg
25.3.25 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 14.173 kg
Ýsa 1.328 kg
Samtals 15.501 kg
25.3.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 13.086 kg
Þorskur 2.892 kg
Skarkoli 718 kg
Þykkvalúra 440 kg
Karfi 282 kg
Samtals 17.418 kg

Skoða allar landanir »