7,5 milljarða nýsmíði bættist í flota DFFU

Berlin NC-107 var afhentur í gær. Um borð eru tæki …
Berlin NC-107 var afhentur í gær. Um borð eru tæki og lausnir af nýjustu gerð og er stefnt að því að 100% aflans verði nýttur, aðeins beinum verður fargað í sjó. Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Þýska útgerðin Deutsche Fischfang-Union (DFFU), sem er í eigu Öldu Seafood sem tók yfir erlenda starfsemi Samherja 2022 , fékk í gær afhentan nýjan togara í Brattvåg í Noregi. Nýsmíðin hefur fengið nafnið Berlin NC-107 og var smíðaður af norsku skipasmíðastöðinni Vard, en skipið fær formlega nafn sitt við hátíðlega athöfn í Cuxhaven 24. maí.

Samið var við Vard um smíði skipsins í apríl 2022 og nam kostnaður um 50 milljónum evra, jafnvirði 7,5 milljarða króna. Er því með afhendingunni tveggja ára hönnunar- og smíðaferli lokið.

Um borð er að finna „háþróaða tækni og nýstárlegar lausnir sem eru sérsniðnar fyrir vinnslu um borð. Að auki hefur öll áhafnaraðstaða verið hönnuð til að auka vellíðan áhafnarinnar, með áherslu á vinnuumhverfi, dagsbirtu og hljóðeinangrun,“ segir í tilkynningu.

Haldið verður í fyrsta prófanatúr með áhöfn í dag.

Gunnar Eik hjá skipasmíðastöðinni Vard og Baldvin Þorsteinsson framkvæmdastjóri DFFU.
Gunnar Eik hjá skipasmíðastöðinni Vard og Baldvin Þorsteinsson framkvæmdastjóri DFFU. Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Bætt eldsneytisnotkun

Aðalvélin er frá Bergen Engines AS og skilar skilar hún 5.400 kW auk þess sem er 2.500 kW skaftrafall. Hjálparvél frá Caterpillar býður upp á 1.785 kW.

„Aðalvélin hámarkar eldsneytisnotkun með stillanlegum snúningi á mínútu og breytilegum ventlatíma (VVT), sem eykur eldsneytisnýtingu á mismunandi álagi. Þessi nálgun byggir þekktum aðferðum og sýnir áframhaldandi skuldbindingu DFFU til að bæta eldsneytisnýtingu og stuðla að víðtækari umhverfisábyrgð og sjálfbærum starfsháttum iðnaðarins,“ segir í tilkynningunni.

Brúin á Berlin NC er búin tækjum af nýjustu gerð.
Brúin á Berlin NC er búin tækjum af nýjustu gerð. Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Fullhlaðið vinnsludekk

Þá segir að togarinn Berlin sé búinn nýjustu tækni á háþróuðu vinnsluþilfari þar sem hönnunin snýr að því að nýta allt það hráefni sem skipið veiðir á sem hagkvæmastan hátt. Optimar hefur sett upp vinnslulínuna.

Á dögunum var tilkynnt að félag í eigu tveggja stofnenda Samherja og fjölskyldna þeirra (Kaldbakur ehf.) tilkynnti nýverið að það hefði fest kaup á öllu hlutafé í Optimar.

Um borð eru tveir hausarar frá Vélfagi á Akureyri auk tveggja flökunarvéla, önnur frá Vélfagi en hin frá norska félaginu Breivik AS. Vatnsskurðarvél frá Marel sér um að fjarlægja öll bein úr flökum og getur skorið flök í skammta, hrygg og skott, allt eftir þörfum markaðarins. Auk þess eru vöruflokkarar frá Marel og Slippnum Akureyri og hakkvél frá þýska framleiðandanum Sepamatic.

Áhersla í rekstri togarans verður vinnsla á hvítfiskflökum úr tegundum sem þorski, ýsu og ufsa, en einnig er gert ráð fyrir að hann geti verið gerður út á rækju. Um borð er vinnslulína fyrir rækju með flokkara frá Style og tveir suðupottar frá Carsoe sem og hraðfrystitæki (Individual Quick Freezing) sem skilar frystri rækju sem er tilbúin til neyslu.

Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Full nýting hráefnis

Stefnt er að því að framleiða beinlaust hakk úr hausum og inneflum sem nýtt verður í fóðurframleiðslu, en slíkt getur líka verið framleitt til manneldis en þá úr frosnum hryggjum og afskurði.

Um borð eru ílátstankar til að tryggja fulla nýtingu á lífmassanum úr hverjum afla. Engum úrgangi frá framleiðslu verður losað í sjó, nema bein. Roð verður fryst og nýtt til dæmis við framleiðslu á kollageni fyrir fæðubótarefni og snyrtivörur.

Vinnsludekkið er hannað og þróað með markmið um fullnýtingu aflans.
Vinnsludekkið er hannað og þróað með markmið um fullnýtingu aflans. Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Sigurður og Teitur verða skipstjórar

DFFU er rekið frá Cuxhaven í Þýskalandi og verður Berlin gerður út þaðan, en skipstjórar um borð verða Íslendingarnir Sigurður Óli Kristjánsson og Teitur Björgvinsson.

„Aukin framleiðslugeta er spennandi og nýju vélarnar auka sveigjanleika í rekstri. Frá sjónarhóli áhafnarinnar er uppfært vinnuumhverfi mikil framför þar sem aukin sjálfvirkni dregur úr þörf fyrir handvirk verkefni. Önnur stór breyting fyrir áhöfnina er betra húsnæði. Áhafnarrýmin hafa verið hönnuð til að hámarka dagsbirtu og hefur sérstaklega verið hugað að því að tryggja heilbrigða hljóðvist í verksmiðjunni um borð. Meginmarkmiðið hér er að auka þægindi fyrir áhafnarmeðlimi. Sem skipstjórar gerum við okkur fulla grein fyrir mikilvægi þetta í löngum sjóferðum,“ er haft eftir skipstjórunum í tilkynningunni.

Áhöfninni getur liðið vel með slíkar vistarverur.
Áhöfninni getur liðið vel með slíkar vistarverur. Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen


Lykilatriði fyrir útgerðina

„Afhending Berlin NC 107 er lykilatriði fyrir DFFU og Vard hefur unnið frábært starf. Í gegnum árin hefur Vard smíðað fleiri tæknilega háþróuð skip, sem öll uppfylla ströngustu kröfur til handverks og nýsköpun. Berlin NC 107 er útbúinn háþróuðum tæknilausnum frá traustum samstarfsaðilum okkar,“ segja Baldvin Þorsteinsson og Samuel Rodriguez, framkvæmdastjórar DFFU.

Baldvin hóf að leiða evrópska útgerðarstarfsemi Samherja árið 2021 og tók hann við af Haraldi Grétarssyni.

„Ein mikilvæg breyting með þessu nýja skipi er vinnslugeta þess og möguleiki til rækjuveiða sem stækkar vöruúrvalið sem framleitt er um borð. Framleiðsla á hvítfiski er af nýjustu gerð með nýjum búnaði sem eykur möguleika í framleiðslu og stækkar vöruúrval okkar. Tæknin og búnaðurinn um borð mun gera okkur kleift að koma 100% aflans í land. Þetta styður við markmið okkar um aukna verðmætasköpun á sjó og er í samræmi við stefnu okkar um sjálfbærni,“ segja þeir Baldvin og Samuel.

Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen
Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen
Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen
Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen
Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen
Ljósmynd/DFFU/Kristin Stoylen

Uppfært kl: 9:46: Fyrst sagði að umrætt skip hafi bæst í flota erlendrar útgerðar Samherja, en rétt er að útgerðarstarfsemi félagsins í Evrópu var aðskilin frá rekstri Samherja árið 2022. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »