Loðnuleit Heimaeyjar VE norðvestur af landinu skilaði litlum árangri og er nú allri formlegri leit nú lokið og ljóst að engin loðnuveiði verði þetta árið. Er þetta tap upp á nokkra tugi milljarða í útflutningsverðmæti.
„Enn sem komið er hefur mælst aðeins um kannski helmingur þess magns af fullorðni loðnu sem mældist síðastliðið haust,“ svarar Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, spurður hvort vitað sé hvað varð um loðnuna sem mældist síðastliðið haust.
„Það er auðvitað ekki hægt að útiloka að meira eigi eftir að skila sér til hrygningar á næstu vikum, og þá sérstaklega vestan til. Hinsvegar þurfum við að skoða það betur hvað gæti skýrt þennan mun en það eru ýmsir þættir sem geta átt hluta að máli varðandi haustmælinguna, svo sem óvissa í mælingum, óvissa í aðgreiningu á kynþroska og ókynþroska loðnu en hún var blandaðri en jafnan, og fleira,“ útskýrir hann.
Guðmundur segir hafrannsóknaskipin tvö, Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson, sinna stofnmælingu botnfiska í svokölluðu marsralli næstu vikurnar. Verða skipin vestan og norðan við land.
„Við munum fá upplýsingar frá þeim ef einhverjar loðnugöngur þar birtast. Eins eru við í samskipti við önnur skip á miðunum af sömu ástæðum. Það er sú vöktun sem við verðum með, það er sem sagt engin frekari skipulögð leit framundan,“ segir hann.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.12.24 | 571,31 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.12.24 | 651,43 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.12.24 | 385,82 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.12.24 | 372,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.12.24 | 290,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.12.24 | 324,49 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.12.24 | 243,76 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 2.12.24 | 20,00 kr/kg |
3.12.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 407 kg |
Samtals | 407 kg |
3.12.24 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.752 kg |
Samtals | 3.752 kg |
3.12.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.784 kg |
Ufsi | 148 kg |
Ýsa | 101 kg |
Karfi | 45 kg |
Samtals | 2.078 kg |
3.12.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 6.464 kg |
Ýsa | 1.305 kg |
Hlýri | 3 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 7.775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 3.12.24 | 571,31 kr/kg |
Þorskur, slægður | 3.12.24 | 651,43 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 3.12.24 | 385,82 kr/kg |
Ýsa, slægð | 3.12.24 | 372,59 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 3.12.24 | 290,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 3.12.24 | 324,49 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 3.12.24 | 243,76 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 2.12.24 | 20,00 kr/kg |
3.12.24 Þröstur ÓF 42 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 407 kg |
Samtals | 407 kg |
3.12.24 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.752 kg |
Samtals | 3.752 kg |
3.12.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.784 kg |
Ufsi | 148 kg |
Ýsa | 101 kg |
Karfi | 45 kg |
Samtals | 2.078 kg |
3.12.24 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 6.464 kg |
Ýsa | 1.305 kg |
Hlýri | 3 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 7.775 kg |